Vertu velkomið vor- FJÚK Cintamani

Vertu velkomið vor- FJÚK Cintamani

Ég hef síðustu mánuði og vikur þurft að endurskipuleggja fataskápinn hjá mér þar sem öll föt eru orðin of stór. Ég veit ég veit… lúxusvandamál! En ef það er eitthvað sem ég hef alltaf átt erfitt með að kaupa mér þá eru það útiföt, mér finnst erfitt að finna mér eitthvað sem ég er það ánægð með að ég er í daglega. Þar sem við búum víst á Íslandi verður þessi daglega flík að vera hlý en helst að virka líka þegar það er hlýtt.

Ég fór fyrr í mánuðinum í Cintamani í leit að nýrri útivistar og þessari dags daglegu úlpu. Ég var ekki með miklar væntinar en ótrúlegt en satt hefði ég geta valið mér ansi margar flíkur þarna inni! Úlpan sem ég kolféll fyrir heitir FJÚK, það er ansi langt síðan að ég hef þorað að fara í úlpu sem er svona aðsniðin en ég þurfti ekki að máta aðrar eftir að hafa prófað hana, svo ótrúlega klæðileg og létt.

FJÚK er létt primaloft kápa sem hentar mjög vel íslenskum aðstæðum. Hún heldur jöfnum og góðum hita og hentar vel í útiveru jafnt sem ¨búðarölt¨flík.

Við fjölskyldan förum mikið í göngutúra og er þessi úlpa alveg fullkomin í það, hún á eftir að nýtast allt árið í kring!

Hér getið þið séð meira um úlpuna Fjúk.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.