,, Vá þú hlítur að ganga með stórt barn”

,, Vá þú hlítur að ganga með stórt barn”

Nú þegar meðganga númer tvö fer að klárast eru hormónarnir í hámarki og tilfinningarússibaninn á fullri ferð hef ég mikið pælt í því síðustu vikurnar af hverju fólk þarf að vera að koma með óþarfa athugasemdir um óléttuna og finnur sig knúið til þess að hafa skoðun á hlutunum.

Ég er ansi oft búin að fá athugasemd um hvað ég sé nú með stóra kúlu alveg frá því að ég var komin rétt um 12 vikurnar, en eftir viku 30 magnaðist þetta ansi mikið og ég verð að viðurkenna að nú þegar ég er komin rúmlega 38 vikur hef ég lítinn sem engann húmor fyrir þessu. Hvað fær fólk til að segja við ófríska konu ,, ertu viss um að þau séu ekki tvö?” eða ,, vá þú hlýtur nú að ganga með stórt barn” ? Þetta eru ekki hlutir sem mig langar neitt sérstaklega að heyra svona korter í fæðingu, því það er jú ég sem þarf að koma þessu barni út! Ég hef nú alltaf verið kurteis og svarað þessu með að ég sé bara með mikið vatn eða einfaldlega ekki sagt neitt. Nema í eitt skipti sem ég var stödd í Hagkaup alveg örmagna úr þreytu og kona spyr mig hvað ég sé komin langt, ég svaraði henni um að ég ætti um mánuð eftir og þá kom þessi dásamlega setning ,,vá þú hlítur að ganga með stórt barn” á þessum tímapunkti gat ég ekki haldið tilfinningunum leyndum og sagði ,, já ætli ég sé ekki að fara að þrýsta 11 ára gömlu barni út úr leggöngunum á mér…spennandi”, konan snarþagnaði og labbaði í burtu. Ég viðurkenni að þetta var kannski heldur hastarlegt hjá mér en ég bara réð ekki við tilfinningarnar á þessum tímapúnkti.

Það virðist vera alveg sama hvort að kona er með stóra, litla eða venjulega kúlu (hvað sem það nú er) að alltaf koma þessar athugasemdir, og ég veit ekki um neina ófríska konu sem vill fá að heyra þetta. Allt í góðu að segja konu að hún líti vel út eða eitthvað því um líkt en að fara að koma með óþarfa athugasemdir er eitthvað sem er algjörlega óviðeigandi að mínu mati og er ekki að fara að gera neinum greiða. Ég veit að fólk er alls ekki að meina neitt illt með þessu en þegar við göngum með barn eru tilfinningar og hormónar út um allt hjá okkur og það þarf ekki mikið til að slá mann út af laginu og senda mann í kvíðakast heim um að barnið sé of stórt eða of lítið, eða eitthvað sé hreinlega að hjá manni fyrst að kúlan er svona óeðlilega stór eða lítil.  Við myndum ekki fara að setja út á vaxtarlag hjá konu sem er ekki ófrísk, af hverju eru þá í lagi að gera það við ófríska konu?

Þetta var nú svona smá púst á loka metrunum, þetta kemur vonandi til með að breytast með tímanum <3

Þið getið fylgst með mér á snapchat:

 

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.