Í uppáhaldi – 6 mánaða

Í uppáhaldi – 6 mánaða

Núna er Marín orðinn 6 mánaða og ég ákvað því að taka til lista af nokkrum af okkar uppáhaldsvörum þessa dagana
.

Hoppurólan frá Skiphop.
Marín elskar að dunda sér í hoppurólunni sinni, dótið er fallegt og litríkt og skemmtileg tónlist. Mikill kostur fyrir mömmuna að hægt er að brjóta róluna saman mjög auðveldlega og skella undir sófa eða rúmið.

Bleyjufélaginn frá Ubbi og blautþurrkubox.
Mjög þæginlegt að geta gripið boxið með sér fram þar sem allt er á einum stað. Bleyjur, blautþurrkur, bossakrem og fleira. Ég geri alltaf blautþurrkur sjálf og því er blautþurrkuboxið algjör snilld. Við tökum með okkur Bleyjufélagann þegar við förum í ferðalag sem er mjög þæginlegt.

Difrax pelahitarinn og pelarnir
Við erum alveg ótrúlega ánægð með pelana frá Difrax, Marín hefur notað þá frá því að hún var mánaðargömul. Fann virkilega mikinn mun á þessum pelum og öðrum þar sem hún gleypti ekki nærrum því jafn mikið loft og áður. Pelahitarinn bætti lífsgæði okkar foreldrana til muna og förum við ekkert án hans.

Silvercross Wave kerran
Þessum kaupum sé ég sko alls ekki eftir, svo ótrúlega gæðaleg og flott kerra. Anna Hrafnhildur er nýorðin 3 ára og það hefur munað svo miklu að geta smellt öðru kerrustykki á fyrir hana, henni finnst fátt betra en að leggja sig í kerrunni þegar við erum á röltinu. Kerran er mjög góð í möl sem er mikill kostur fyrir okkur þar sem við erum mikið á ferðalagi.

Nagdót frá Difrax.
Uppáhalds nagdótið hennar Marínar þessa dagana er Kórónan frá Difrax, svo þæginlegt fyrir hana að halda á henni og margar áferðir að naga. Þetta nagdót er það sem hún endist einna lengst með þegar hún er með pirring í gómnum.
Göngugrind
Gamla góða göngugrindin klikkar ekki, erum með eina í láni sem Marín elskar að rúnta um á. Þá sérstaklega þegar hún kemst í eitthvað sem hún nær í.

 

Ferða spiladós/órói frá Skiphop

Ég er alltaf með spiladós/óróa frá Skiphop á bílstólnum, kveiki á henni um leið og ég set hana í bílinn sem verður til þess að hún verður töluvert rólegri á meðan við erum á ferðinni. Stöng fylgir með til þess að festa á rimla/ferðarúmið og klemma til þess að hengja spiladósina í skyggnið á kerrunni.

Voksi Urban kerrupoki

Við erum með Voksi Urban kerrupoka og ég er virkilega ánægð með hann, hann heldur jöfnum og góðum hita alveg sama hvernig veðrar. Marín elskar að kúra sig í loðinu á honum. Hægt er að setja framlenginu á kerrupokann þannig að hann dugar fram að 5 ára aldurs.

Hoppurólan fæst hér
Ferðaóroinn fæst hér
Ubbi bleyjufélaginn og blautþurrkuboxið fæst hér
Silvercross Wave fæst hér
Difrax vörurnar fást hér
Voksi Urban kerrupokinn fæst hér

 

 


 

 

 

 

 

 

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.