Umhverfisvæn og falleg hárgreiðslustofa

Umhverfisvæn og falleg hárgreiðslustofa

Við höfnina Í Hafnarfirði var Eyrún Guðmundsdóttir hárgreiðslukona að opna umhverfisvæna og gífurlega fallega stofu sem ber heitið Skuggafall.

 

Til vibótar við þá þjónustu sem almennt er að finna á hárgreiðslustofum (klipping, litun, blástur osv. frv) er þar einnig hægt að kaupa hársnyrtivörur frá Davines eftir vigt og þannig minnka plast notkun.
Einnig hefur stofan verið með umhverfisátak til að minnka kolefnisspor og boðið viðskiptavinum sem koma á mánudögum (September) bíllausir, það er að segja; labbandi, rúllandi eða hjólandi, upp á 20% afslátt af þeirri þjónustu. sem stofan býður uppá.
Þá er Skuggafall líka að bjóða upp á þjónustu þar sem hægt er að leigja stofuna og þjónustu fyrir hópa og jafnframt er hægt að panta förðun. t.d fyrir gæsun, árshátíðir og annað. Hversu fullkomin byrjun að góðu kvöldi að láta fagaðila sjá um að gera sig og sinn hóp tilbúinn fyrir viðburð, skála í freyðivíni og slaka á .
Þessi færsla er ekki kostuð.
Mér finnst svo gaman þegar maður sér lítil fyrirtæki blómstra, þá sérlega í heimabæ mínum og ekki verra þegar æskuvinkonan er eigandi stofunnar.
Mæli með því að skella í Follow á Skuggafall á instagram virkilega flott og virkt instagram.
Facebook Comments