Töfraefnið Retinol

Töfraefnið Retinol

Hvað er þetta Retinol sem allir eru að nota og dásama?
Retinol er í A-vítamín fjölskyldunni og flokkað sem A1-vítamín.
Retinol eykur framleiðslu kollagens í húðinni en sú framleiðsla byrjar að minnka uppúr 25 ára aldrinum, stundum fyrr og stundum seinna. Kollagen er eitt af byggingarpróteinum líkamans og er nafnið komið úr grísku og þýðir lím. Kollagen hefur því mikil áhrif á teygjanleika húðarinnar og þegar hann minnkar byrja hrukkurnar að myndast.
Retinol hefur þau áhrif að húðin þynnist örlítið við notkunina og sé sterk meðferð tekin getur húðin þornað aðeins.

Mega allir nota Retinol?
Já. Hins vegar er Retinol öflugt efni og ég mæli með að prófa sig áfram með hversu oft í viku húðin þolir efnið. Retinol fæst líka í mismunandi styrkleika og gott að velja fyrst milda útgáfu og færa sig svo í sterkari vöru sé það óskin.
Gott er að miða við notkun á Retinoli á veturna hér á Íslandi þegar sólin skín minna.

Hvað gerir Retinol?
Retinol eins og áður sagði eykur kollagen framleiðslu húðar og gefur húðinni fyllinguna sem hana vantar og minnkar þal fínar línur sem hafa myndast í húðinni.
Retinol skal alltaf nota sem næturmeðferð, varan þynnir húðina og passa skal að nota gott rakakrem með meðferð og nota allaf sólarvörn og farða daginn eftir.
Flestir sjá mun mjög fljótlega, húðin verður jafnari og sléttari ásamt því að áferð hennar verður jafnari. Þau sem eru með þurra húð þurfa að nota góð krem með til að þorna ekki en feita húðin ætti að sjá mun á bólum og bólgum í húðinni.

Retinol er eitt af þessum innihaldsefnum sem er margsannað að virkar og ég get ekki mælt nægilega vel með fyrir ykkur að skoða hvað er í boði sem gæti hentað ykkur.
Ég nota 0,2% Retinol frá Lancóme sem er frekar milt, ég þoli að nota það á hverju kvöldi og í staðin fyrir að skrúbba húðina 2-3x í viku geri ég það núna aðra hvora viku!
Fyrir fullkomna meðferð þá mæli ég með C-vítamíni sem morgunmeðferð með en það verður næsta innihaldsefni sem ég fer yfir!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.