Tími sólarvarnanna

Tími sólarvarnanna

Titillinn er kannski örlítið villandi, auðvitað á að nota sólarvarnir allt árið þegar sólin skín en við íslendingar eru sérstaklega sólbaðsglöð yfir sumarmánuðina og ætlum aldeiliss að nýta hverja einustu glætu sem við fáum til að baka okkur!

Það er í rauninni mjög kaldhæðið að á sama tíma og við (sérstaklega konur) keppumst við að halda húðinni okkar sem fallegastri, þá sleppum við sólarvörn og grillum á okkur húðina við hvert tækifæri.

Sólarvarnir koma ekki í veg fyrir að húðin taki lit, sólarvarnir verja húðina fyrir skaðlegum geislum sólarinnar sem brenna á okkur húðina, skaða/eyðileggja frumur húðarinnar sem sjá okkur fyrir teygjanlega og flýtir þannig fyrir öldrun húðarinnar.
Með því að nota sólarvörn endist liturinn lengur og er fallegri á húðinni.
SPF stuðull á sólarvörn segir ekki til um hversu mikla vörn þú ert að fá, heldur hversu lengi vörnin þín er virk. Það má notast við x14 til að fá uþb tímann sem vörnin þín endist, en ef farið er í vatn og vörnin ekki vantsheld þá styttist virknitíminn eins ef fólk svitnar eða strýkur sand af með handklæði þá minnkar vörnin.
Dæmi: SPF30 er virk í 420mínútur (30×14) á meðan SPF4 er virk í 56mínútur.
Ég nota sjálf vörn SPF30 og ber á mig 3-4x á dag ef ég er úti allan daginn.

 

Ég þreytist ekki á að skrifa um mikilvægi sólarvarnar og sem betur fer eru fyrirtækin sem framleiða þær alltaf að koma með betri og náttúrulegri lausnir.
Loksins eru SPF filterarnir sem vörnin gengur útá til eco-based og fylliefnin að mestu lífræn og skaða því t.d. ekki vötnin og sjóinn sem við syndum í.
Sólarvarnir sem innihalda þessi efni eru dýrari í kaupum en fara miklu betur með okkur og umhverfið.

Á vafri mínu í gær rakst ég t.d. á þessa nýju sólarvörn frá Biotherm, fyrirtæki sem leggur mikinn metnað í verndum vatna og umhverfisins.
Waterlover inniheldur þessa eco-based SPF filtera og fylliefnin 95% lífræn og eyðanleg í umhverfinu. Þessa ætla ég að prófa í sumar!

Ekki sleppa vörninni!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.