Taxfree dagar-mæli með!

Taxfree dagar-mæli með!

Núna standa yfir Tax-free dagar í verslunum Hagkaupa og þessa daga nýti ég alltaf ef mig vantar eitthvað (eða langar að prófa eitthvað nýtt) og kaupi snyrtivörur á afslætti.
Þessar vörur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hafa verið mikið notaðar bæði síðustu vikur og eru nýjar vörur sem ég hef verið að prufa og aðrar hef ég átt oft og eru alltaf í hillunni hjá mér!

 

Helena Rubinstein Cellglow foundation: Þessi farði er eitthvað annað góður! Hann er byggður á Cellglow húðvörulínunni og inniheldur sömu efni og sú lína og er því í rauninni bæði farði og húðvara! Farðinn þekur miðlungs mikið og hægt að byggja hann upp, hann helst ótrúlega vel á mér og hentar minni þurru húð vel. Síðan ég fékk hann hef ég varla snert aðra farða.

Becca Under eye corrector: Þessa vörur keypti ég mér í New York í sumar og hef notað á hverjum einasta degi síðan! Ég nota hana  undir hyljara og þá daga sem ég nenni ekki að setja neitt framan í mig nema krem þá nota ég hana staka sem virkar líka mjög vel. Eftir alla þessa notkun sést varla á vörunni! Mjög góð kaup og endist sennilega lengur en “stimpillinn” segir til um.

Clinique Moisture Surge: Ég get eiginlega ekki nefnt eina vöru í þessari línu, línan í heild sinni er alltaf til í skápnum hjá mér og ég elska,elska,elska þessa rakabombu línu! Þessi lína er fullkomin fyrir alla sem þurfa á raka að halda, fullkomin sem fyrsta lína fyrir unga fólkið og líka karlmenn sem eru þurrir í vetrarkuldanum. Þessi lína er líka á góðu verði og margir möguleikar í boði varðandi áferð og umbúðir.

Helena Rubinstein Re-Plasty Light Peel: Ég á ekki orð yfir þessar vöru og eftir aðeins örfáar vikur í notkun er hún komin í guðatölu hjá mér!! Þessi vara er tvífasa, olía og léttur vökvi sem er hrisst saman og borið á andlitið. Varan hefur margþætta virkni, hún djúphreinsar húðina án korna, mýkir húðina, gefur mikinn raka og ótrúlegann ljóma. Ég hef alltaf elskað Rubinstein og unnið mikið með þær vörur í “gamla daga” en vá hvað merkið er að toppa sig með þessari Re-Plasty línu!

Lancóme Visionnare Retinol Serum: Retinol er eitt af mínum uppáhalds innihaldefnum í snyrtivörum og ótrúlega mikilvægt fyrir húðina. Retinol eykur framleiðslu á kollageni sem sér húðinni fyrir teygjanleika og framleiðsla á því byrjar að minnka eftir 25ára aldur (uþb). Retinol er alltaf notað sem næturmeðferð þar sem það hefur húðþynnandi áhrif. Retinol minnkar línur og gefur húðinni jafnari áferð. Ég get notað þetta retinol öll kvöld en gott er að fara varlega þegar meðferð hefst og sjá hversu vel húðin þolir hana.

Lancóme Vitamin C Serum: Ég elska C-vítamín jafnmikið og Retinol og nota C-vítamínið sem morgunmeðferð á móti Retinolinu. C-vítamín vinnur með Retinoli að auknum teygjanleika húðar, gefur ljóma og jafnar húðlit. Þetta C-vítamín er 15% hreint og kemur í tveimur litlum flöskum til að viðhalda ferskleika þess. Eftir aðeins 2-3 vikur af notkun sé ég og finn strax mun á húðinni! Mæli mjög mikið með að taka svona kúr og sjá hvort þið finnið ekki mun!

Origins Out of Trouble: Maski sem sýgur upp umfram fitu á húðinni án þess að þurrka hana upp. Þennan nota ég mest á ennið og í kringum nefið þegar mér finnst olíuframleiðslan vera orðin of mikil, stundum er það 1x í viku, stundum oftar og stundum sjaldnar. Sambýlismaðurinn minn elskar þennan maska og þar er hann notaður 2x í viku mjög samviskusamlega með góðum árangri.

 

Ég á svo tvö uppáhalds ilmvötn í augnablikinu, YSL Libre og Lancôme

 

 

Þetta eru þær húðvörur sem ég er mest að nota í augnablikinu og fást á Tax-free.
Ég er með þurra húð, viðkvæma og 35ára gömul og elska allt sem heitir hrukkukrem 🙂

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.