Mest notað: Húðvörur!

Mest notað: Húðvörur!

Ég elska þegar það er tax-free af snyrtivörum (og bara öllum vörum) og í þetta sinn langaði mig að skipta færslunni í tvennt, fyrst húðvörur og síðan förðunarvörur.

 

Þetta eru þær vörur sem ég nota alltaf (sumar hálftómar eins og sést á myndinni!)

Helena Rubinstein Prodigy cellglow: Þetta er eitthvað annað þessi vara, hún er fyrir ca 35+, endurnýjar húðina, gefur henni fullkomna næringu, dregur úr línum og gefur mikinn ljóma. Það er líka til krem í sömu línu sem er ótrúlega gott en þetta er léttara og hentar minni húð betur.

Lancóme Genefique yeux light-pearl: Ég er mjög langt komin með þetta augnkrem. Það er borið á með læknastáli sem kælir húðina í kringum augun, kremið er mjög létt og fer fljótt inní húðina. Það birtir húðina undir augunum og gefur raka og fyllingu. Mæli svo sannarlega með þessu!

Clinique Moisture surge: Hvar á ég að byrja, á myndinni hér að ofan eru 3 vörur úr þessari línu og ég á fleiri. Ég elska elska elska þessa línu og hún hentar öllum aldri og er létt og ilmlítil. Ég nota augngelið og andlitsgelið alla morgna og næturmaskann ca 1x í viku. Ef þú hefur ekki prófað þessa línu þá ertu að missa af!

Biotherm Aqua bounce: Mjög létt og skemmtilegt krem. Þetta er mitt á milli þess að vera vökvi og krem, gefur húðinni mjög mikla fyllingu enda inniheldur það life plankton og hyaluronic sýru sem er fullkomin blanda! Ég nota þetta undir næturkrem og þessi vara kom mér mjög á óvart! Mun pottþétt næla mér í annað svona þegar það klárast.

Lancóme Biofacil: AugnfarðahreinsirINN! Hef notað þennan í mörg ár og sé enga ástæðu til að skipta ennþá að minnsta kosti. Hentar viðkæmum augum mjög vel, hann er olía/vatn og nær því vatnsheldum förðunarvörum af.

Lancóme Rose sugar scrub: Ef þú fylgist með mér á Instagram þá ætti ást mín á þessum ekki að hafa farið framhjá þér! Mildur kornaskrúbbur sem róar húðina um leið. Inniheldur rósavatn og mjög fínmalaðann sykur og fjarlægir dauðar húðfrumur án þess að erta húðina.

Lancóme Rose sorbet cryo mask: Er nýbúin að eignast þennan og varð að hafa hann hér með. Kælir húðina vel og þéttir húðholur, hann þarf einungis að bíða á húðinni í 5mínútur og hentar öllu húðgerðum. Hlakka til að prófa að nota þennan meira!

 

Tax-free er í verslunum Hagkaupa 5.-9.september!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.