Tax-free helgi í Hagkaup!

Tax-free helgi í Hagkaup!

Það er tax-free helgi í snyrtivörudeildum Hagkaupa 7.-11.febrúar mig langar að sýna ykkur nokkrar af mínum uppáhaldsvörum!
Ég er með þurra og viðkvæma húð, bráðum 35ára gömul og leita fyrst og fremst eftir góðri næringu og horfi líka á fyrirbyggjandi vörur.

Loréal sugar scrub: kornaskrúbbur fyrir andlit, hentar hugsanlega ekki þeim allra viðkvæmustu. Er mjög öflugur og inniheldur kakósmjör sem mýkir húðina mikið!

Clinique moisture surge concentrate: Þennan nota ég alla morgna undir rakakrem og finn mikinn mun á húðinni síðan ég byrjaði að nota það í byrjun janúar.

Urban decay naked skin hyljari: Elsk’ann!!

Clinique pep start andlitshreinsir: Þennan nota ég alltaf í sturtunni og nýbyrjuð að nota hann alltaf á kvöldin. Hann inniheldur lítil og mjúk korn og djúphreinsar hann um leið og hann fjarlægir öll óhreinindi eftir daginn. Ég mæli með Micellar vatni á undan til að taka af farða.

Origins Out of trouble maski: frábær hreinsimaski sem virkar á aðeins 10mínútum. Inniheldur steinefni, dregur í sig óhreinindi og fjarlægir dauðar húðfrumur.

Lancome Rose sugar scrub: Þessi er í algjöru uppáhaldi! Ég nota hann fast 2x í viku, hann er mildur á húðina en hreinsar samt mjög vel, mildur ilmur og húðin verður silkimjúk!

Vonandi getið þið nýtt ykkur þetta þegar þið kíkið á Tax-free dagana um helgina! Endilega fáið ráðleggingar hjá fagfólki með hvaða vörur hentar ykkur en allar þessar hafa slegið í gegn hjá mér!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.