Sykur eða enginn sykur

Sykur eða enginn sykur

Þegar Anna fæddist var ég í miklum hugleiðingum um sykur. Hvort vildi ég halda henni alveg frá honum eins lengi og ég gat eða vera líbó og pæla ekkert í þessu.

Ég ásamt Atla komumst að þeirri niðurstöðu að við ætluðum að halda henni frá sykrinum þangað til að hún færi að biðja um hann. Til dæmis ef við værum að borða eitthvað og hún myndi biðja um þá myndum við leyfa henni að smakka, svona þegar hún hefði vit á því að við værum að borða eitthvað annað en hún.  Nú er Anna orðin 2 ára, hún var komin vel yfir 1 árs þegar að hún fór að biðja um að fá ef við vorum með eitthvað sem hún hefði ekki fengið áður, til dæmis köku eða ís.  Hún fékk að smakka og nánast alltaf bað hún ekki um meira,  því henni fannst það sem var of sætt bara alls ekki gott.  Í dag er hún ekkert fyrir það sem er sætt, það eina sem hún biður um er ís, eiginlega alltaf smakkar hún hann 3-4 sinnum og svo er bara aðal sportið að halda á honum. Ég er alveg viss um að ástæðan fyrir því að hún sækist ekkert í þetta eins og er sé af því að við gerðum þetta ekki að einhverju spennandi og einhverju sem mætti ekki.

En ekki misskilja mig hún fær ekki alltaf ís þegar hún biður um hann að fyrra bragði en það er alveg sjálfsagt þegar við erum að fá okkur.

Ég er alveg viss um að þetta var rétt ákvörðun hjá okkur allavega eins og er.  Ég skil samt vel foreldra sem að reyna að halda sykri frá börnunum sínum sem lengst en mér fannst þetta henta okkur betur.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.