Sveitasælan!

Sveitasælan!

Það er eiginlega ótrúlegt hvað 1 og 1/2 sólarhringur, internetleysi, gott veður og skemmtilegur félagsskapur getur gert fyrir mann!

Við skruppum með góðum vinum í sumarbústað í Bárðardal (tæplega klukkutími frá Húsavík) og nutum okkar í frábæru veðri fram á sunnudag. Skoðuðum fossa, fórum í göngutúra, börnin voru í pottinum og við átum góðan mat!
Getur ekki klikkað!

Ég leyfi myndunum að tala og mæli sko 300% með því að fólk taki sér helgarfrí, njóti lífsins og félagsskaps hvors annars án síma eða truflunar frá netmiðlum. Algjörlega þess virði og gott betur en það!

Lífið er dásamlegt!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.