Sunnudagsfræðsla með Sigurjóni Erni VOL2

Sunnudagsfræðsla með Sigurjóni Erni VOL2

Áfram höldum við að birta heilsublogg eftir þjálfarann Sigurjón Erni!
Vonandi hjálpa þessir póstar ykkur að komast í gang fyrir komandi viku, fara jákvæðari af stað með heilsuna ofarlega í huga 🙂

Hvers vegna að hreyfi ég mig ?

Í þessari samantekt ætla ég ekki að segja ykkur að þið verðið að hreyfa ykkur/æfa reglulega…. Ég ætla hinsvegar að segja ykkur afhverju ég hreyfi mig og hvaða áhrif regluleg hreyfing hefur á mitt líf.

Við vitum í dag að regluleg hreyfing hefur mjög góð áhrif á líkamann og jú jú þá er ég að tala um líkamlega jafnt sem andlegt ástand.
Í dag er gífurlegt áreyti í samfélaginu hvert sem litið er. Ef þú ert ekki virkur á samfélagsmiðlunum 24/7 þá ertu hreinlega ekki hluti af heildinni og getur misst af ýmsum fréttum og uppákomum eða heyrt af því seinna en félaginn og það má ekki !!!

Sjálfur er ég enginn undantekning hér á. Ég nota facebook mikið til að fylgjast með fréttum, vinum og vinna í fjarþjálfuninni. Einnig reyni ég að fylgjast með snapchat til að fylgjast með mínum kúnnum jafnt sem vinum og vandamönnum.

En aftur að hreyfingunni, sjálfur nota ég hreyfingu til að fá útrás, auka líkamlegan vellíðan, auka afkastagetu líkamans og jafnvel hitta vini og vandamenn.
Ég hreyfi mig allajafna 6-10 sinnum í viku en fjöldi æfinga og erfiðleikastig fer eftir komandi keppnum og tilfinningu hverju sinni. Ég hlusta á líkamann og er duglegur að breyta til í æfingunum (hlaupa, hjóla, lyfta og svo mætti lengi telja).

Hreyfing fyrir mér er jafn mikilvæg og mæta í vinnu og sinna fjölskyldu og vinum. því ef ég hreyfi mig ekki og borða ekki rétt þá er ég ekki í jafn góðu jafnvægi til að sinna öðrum hlutum í hinni daglegu rútínu.

Hér að neðan eru nokkrir fylgifiskar hreyfingar sem mér þykir hvað mikilvægastir:

– Líkamleg afkastageta:
Ég vil alltaf ná lengra á svið hreyfingar. Því betra formi sem ég er í því þægilegri verða allar hreyfingar, (jafnvægi, styrkur og úthald). Einnig styrkir hreyfingin vöðva, bein, sinar og liði, þetta er bara win win !!!

– Andlega hliðin:
Með öllu því álagi sem samfélagið setur/krefst af okkur þá getur ákagið oft orðið ansi mikið. Síðdegisþunglyndið sem fylgir komandi vetri og meiri myrkri hefur líka mikil áhrif þó við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því. Reglulega hreyfingu nota ég til að kúpla mig út úr brjálæði dagsins og auka líkamlega vellíðu (endorfín losnar við hreyfingu sem veitir vellíðunartilfinningu = sterkasta dóp í heimi .

– Hjartasjúkdómar og ýmsir líkamlegir kvillar:
Hreyfing og gott mataræði hjálpar til við að halda líkamanum sem bestum og dregur úr líkindum á hjarta- og æðasjúkdómum. Veikur líkami berst alltaf mun verr en hraustur líkami þegar kemur að utanaðkomandi kvillum.

– Fyrirmynd:
Hvort sem það er fyrir kærustuna, fjölskylduna, vini eða mína kúnna í þjálfun þá vil ég alltaf vera besta fyrirmynd sem ég get verið. Muniði að allt sem þið gerið, hvort sem það tengist hreyfingu eða mataræði þá hefur það áhrif á fólk í kringum þig (börn, fjölskildu, vini og vandamenn).

– Stöðugar framfarir:
Öll viljum við ná lengra í vinnu, skóla, æfingum og hinni daglegu rútínu og líkt og ég sagði hér að ofan, þá nærðu alltaf lengra með hraustan líkama. Það er jú sú stjórnstöð sem ræður alltaf ferðini.

– Gullna jafnvægið:
Við skulum þó ekki gleyma að við þurfum að huga að öllum mikilvægum þáttum líkt og fjölskyldu, vinum, æfingum, mataræði, hvíld, vinnu og fleiri þáttum. Það er mikilvægt að hafa alltaf gulrót á endanum hvort sem það er góð svindlmáltíð eða ferð í nudd og spa og svo holla máltíð
Þú þarft alltaf að finna hvað hentar hverju sinni og vera dugleg/ur að hafa góða fjölbreytni.

P.S. Þessar myndir voru teknar í heimsmeistarakeppnini í Spartan Race síðustu helgi. En í þeirri keppni keppti Ísland í fyrsta skiptið í einstaklings og liðakeppni og náði 14 sæti af 29 liðum !!!

 

#Sportvörur #Heilsa #Hleðsla #Dansport #Fitnesssport

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.