Sumarið lengt, Krít!

Sumarið lengt, Krít!

Á síðasta ári var sumarið okkar ekki uppá marga fiska, eiginlega bara mjög leiðinlegt! Þegar við fjölskyldan sáum fram á hvernig sumarið yrði ákváðum við að panta okkur ferð til útlanda.

Við höfðum farið til Krít þegar Anna Hrafnhildur var 1 árs og urðum alveg ástfangin af þessari fallegu eyju. Við vorum svo heppin að rekast á ótrúlega flott hótel sem henntaði öllum aldri inn á booking og ekki var verra að það var allt innifalið. Við bókuðum okkur 10 daga ferð og flugum út með íslensku fyrirtæki en hótelið bókuðum við sjálf. Ég mæli með að hringja á hótelin þegar þið eruð að bóka því oft fær maður betri díl þannig, við vorum 11 að fara og fengum mjög gott verð.

Þetta var fyrsta ferðalagið okkar með 2 börn, Önnu Hrafnhildi 3 ára og Marín Helgu 7 mánaða. Ég var svolítið stressuð að fara í langt flug með þær báðar en þetta gekk miklu betur en ég þorði að vona. Ekki var verra að við vorum með 2 ömmu og afa sem fannst ekki leiðinlegt að fá stelpurnar til sín í fluginu.

En ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum úr þessari dásamlegu ferð, ég skal setja link á hótelið neðst ef ykkur langar að skoða það, ég get allavega mælt mjög vel með því.

Hótelið var ótrúlega barnvænt og mikið í gangi fyrri börnin á öllum aldri. Á kvöldin var alltaf barnadiskó sem 3 ára dömurnar elskuðu svo voru leikvellir, rennibrautir í barnalauginni og ýmislegt skemmtilegt.
Ekki var nú verra að hægt var að fá sér ís allan daginn. Frænkur voru allavega mjög sáttar með það.

Frænkurnar Anna Hrafnhildur og Saga Júlía

Fyrir ferðina vorum við að spá í hvernig kerru við ættum að fara með út sem væri góð fyrir stelpurnar að sofa í. Við ákváðum að fjárfesta í Silvercross Reflex kerru sem við sáum alls ekki eftir. Virkilega gott að ferðast með hana og mjög stór kostur að hægt er að leggja bakið alveg niður. Þær systur gátu því lagt sig við sundlaugarbakkann alla daga.

Ég þurfti aldrei að hafa áhyggjur af því að of heitt væri í kerrunum hjá þeim og það fór mjög vel um þær. Kerrurnar fóru með okkur allt.

Heimsmálin rædd yfir kvöldmatnum.

Þessi ferð gaf okkur svo mikið, það að fara út þegar sumarið er að enda og dimmasti tími ársins að renna í garð er ótrúlega gott. Hitinn á Krít í september/október var mjög góður og ekki mikil ferðamanna umferð. Ég get því vel mælt með því að kíkja til Krít með fjöskylduna.

Hótelið sem við vorum á heitir Kiani Beach Resort . Það var um 20 mín keyrsla til Chania frá hótelinu og 40 mín keyrsla á flugvöllinn.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.