Súkkulaðikaka með laufléttu jarðaberjakremi

Súkkulaðikaka með laufléttu jarðaberjakremi

 

 

Þessi súkkulaðibotna uppskrift er einfaldlega bara langbest og er sú sem ég nota einna mest þegar ég baka. Ég mæli hiklaust með að þið prófið þessa dásamlegu köku.

Súkkulaðibotn: 
2 bolli sykur
1 3/4 bolli Kornax hveiti
3/4 bolli kakó
1 1/2 tsk. matarsódi
1 1/2 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 stk. egg
1 bolli mjólk
1/2 bolli olía
1 bolli heitt vatn (sjóðandi)
2 tsk. vanilludropar

1. Þurrefni hrærð saman
2. Eggjum, mjólk, olíu og vanilludropum hrært saman við þurrefnin
3. Heitu vatni hrært saman við.
4. Bakað við 175 gráður í 20-25 mín, eða þar til hnífur/pinni/tannstöngull kemur hreinn upp úr kökunni.
5. Botnarnir létt kældir og settir í frysti.

Jarðaberjakrem
500 gr. Fersk jarðaber
500 gr. Smjör
500 gr. Flórsykur
1 stk. Egg
4 tsk sítrónusafi

1.Jarðaber maukuð og sítrónusafa bætt saman við.
2.Smjör þeytt þar til verður mjög létt og ljóst, þá er egginu bætt saman við og þeytt vel.
3.Flórsykur settur saman við og þeytt í ca.5 mín.
4.Að lokum er jarðaberjablöndunni hrært saman við og þeytt síðan í um það bil 5-7 mínútur. 

Lykil atriði er að þeyta smjörið mjög vel fyrir og eftir eggið og það sé við stofuhita.

 

 

Þið getið fylgst með mér á snappinu:

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.