Stígamót – #styttumsvartnættið

Stígamót – #styttumsvartnættið

Þann 10.nóvember fór formlega af stað herferðin ,,styttum svartnættið” hjá Stígamótum. Herferðin hjá þeim er ótrúlega vel gerð ýtir eflaust við ansi mörgum.  Þetta er málefni sem er mjög þarft að tala um og Stígamót eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir vinnu sína.

Markmið Stígamóta með átakinu er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum til þess að geta rekið Stígamót, til þess að geta hjálpað fleiri brotaþolum kynferðisofbeldis að takast á við afleiðingar kynferðisobeldis, og öðlast þar með bætt lífsgæði. Síðustu daga hafa birst ótal myndbönd þar sem brotaþolar kynferðisbrota opna sig um hræðilega reynslu sína fyrir framan alþjóð. Þetta fólk eru algjörar hetjur í mínum augum!

Ég mæli með því að þið farið inn á Facebook síðu Stígamóta til að sjá myndböndin ef þið hafið ekki séð þau nú þegar. Eins mæli ég eindregið með því að þeir aðilar sem hafa tök á gerist styrktaraðilar því vinnan sem Stígamót vinna er svo gífurlega mikilvæg.

Hér getið þið gerst styrktarenglar.

Upplýsingar eru teknar af Facebook síðu Stígamóta.

Læt eitt myndband frá herferðinni fylgja með.

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.