Snap og Instagram á æfingum – verðum meiri meðvituð

Snap og Instagram á æfingum – verðum meiri meðvituð
Ég elska að sjá æfingar og fá hugmyndir frá öðrum á snap eða instagram af æfingum og deili sjálf mjög oft annaðhvort æfingum eða skelli í eina noshame selfie í ræktinni.
En ég passa að annað fólk sé ekki inn á mynd ,bæði þegar ég er að taka upp myndbönd eða tek mynd.
Því ég meðvituð um það að það eru margir sem hafa manað síg kannski í langan tíma að fara inn í ræktinna og það er ekki gaman að vera renna í gegnum story hjá einhverjum sem maður þekkir ekkert og sjá sjálfa sig í bakgrunn að gera sínar æfingar sem er sjálf – sjálfur að passa líta vel út í eigin story eða mynd.
Það er ekki það ég vilji persónulega banna síma í ræktinni, því ég sjalf horfi mikið af myndböndum til að fá hugmyndir og deili því sjálf, en vildi óska þess að fleiri væru meðvitaðari um að passa meiri en bara sjálfan sig og kíkja aðeins í kringum sig áður en þú dregur upp símann til að smella góðri mynd eða myndbandi af sjálfum þér. 
Hægt að fylgjast með mér á instagram – adventuresofus2

Facebook Comments