Sjúkar eldbakaðar pizzur – Þrastarlundur

Sjúkar eldbakaðar pizzur – Þrastarlundur

Færslan er unnin í samstarfi við Þrastarlund

Við litla fjölskyldan fórum í sumarbústað um helgina. Lögðum af stað eftir vinnu/dagmömmu á föstudegi og brunuðum austur fyrir fjall.

Við erum vön að borða um sex leitið á kvöldin svo við ákváðum að koma við í Þrastarlundi á leiðinni og klára kvöldmatinn þar. Þetta passaði fáránlega vel fyrir okkur, smá pása á bílferðinni fyrir 19 mánaða dóttur okkar sem var að rembast við að halda sér vakandi í bílnum eftir vikuna og sleppa við stressið sem fylgir því að græja mat fyrir svangt barn þegar við komum í bústaðinn.

Staðurinn hefur heldur betur fengið andlitslyftingu og ég hefði eiginlega ekki trúað því hvað þetta væri orðið flott. Síðast þegar ég kom í Þrastarlund var þetta lítil vegasjoppa en núna er þetta nýtískulega innréttuð verslun með rosalega kósý veitingarstað inn af. Í versluninni er fáranlega girnilegur grænmetis- “markaður“ sem heillaði mig upp úr skónum og svo er boðið uppá frían ís fyrir öll börn.

Við fengum okkur æðislegar eldbakaðar pizzur sem eru með þeim betri sem ég hef smakkað. Til að toppa upplifunina var ungt fólk sem spilaði live tónlist á veitingastaðnum. Strákur á gítar og stelpa með himneska rödd sem söng svo maður fékk gæsahúð. Mér leið pínu eins og við værum í útlöndum.

En upplifunin af þessu var æðisleg í alla staði. Ég mæli svo klárlega með að stoppa í Þrastarlundi á leiðinni út úr bænum, já eða bara gera sér ferð austur til kíkja á staðinn. Við munum sko klárlega koma við þarna aftur.

Alltaf jafn yndislegt að skella sér aðeins út á land.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku