Sápukúlugleði – Afþreying fyrir börn á öllum aldri

Sápukúlugleði – Afþreying fyrir börn á öllum aldri

Mig langar að deila með ykkur ótrúlega skemmtilegri afþreyingu fyrir börn á öllum aldri. Það eina sem þarf er glas, vatn úr krananum, uppþvottalögur og rör.

Vatnið er sett í glasið, einn til tveir dropar af uppþvottalegi útí og svo er bara að byrja að blása sápukúlur.

 

Þetta vekur alltaf jafn mikla lukku hjá börnum sem ég hef prófað þetta með og dóttir mín er engin undantekning þar á. Svo er partur af þessu öllu saman að fá barnið til að hjálpa til við að þurrka upp eftir leikinn, því það verður oft ansi blautt þegar fjörið hefur náð hæstu hæðum og sápukúlurnar flætt um allt eldhúsborð.

Svo má auðvitað líka gera þetta úti, nota bala, löng rör eða bara það sem hugmyndaflugið býður uppá.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku