Rammagull

Rammagull

Loksins gaf ég mér tíma til að vinna í þessu stóra verkefni sem ég hef ætlað að leggja í svo lengi. Það hefur alltaf verið á döfinni hjá mér að opna netverslun og loksins kom ég því í verk. Hér er hún komin, netverslun Rammagulls.

 

Þetta litla áhugamál kviknaði í fæðingarorlofi í janúar 2015. Þarna leit fyrsta varan dagsins ljós sem var veggspjald með fæðingarupplýsingum barnsins.  Ég hafði reyndar upphaflega gert svoleiðis fyrir elstu dóttur mína árið 2010 og svo gefið í jólagjöf eitt árið til barna í fjölskyldunni þegar mér datt í hug að kannski myndi einhver vilja kaupa svona af mér fyrir barnið sitt. Eitt leiddi af öðru og fyrr en varði var ég komin með nokkur veggspjöld í sölu og nóg að gera. Til að auðvelda mér samskipti og að halda utan um pantanir fannst mér tilvalið að opna netverslun, þar sem allt væri sýnilegra og auðveldara fyrir fólk að skoða hvað er í boði.

 

 

Ég elska að geta sameinað áhuga minn á íslensku máli og grafískri hönnun til að búa til eitthvað fallegt – fyrir mig og aðra til að njóta. Það eru svo sannarlega forréttindi!

 

Hér getið þið fylgst með Rammagull á Facebook.

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.