Próteinríkt ískaffi

Próteinríkt ískaffi

Ég elska ískaffi (frappochino) og gæti drukkið marga á dag þegar þannig liggur á mér. Eftir æfingar finnst mér sérstaklega gott að drekka eitthvað svalandi og til að fá prótein og góð kolvetni inn eftir erfiða æfingu blanda ég mér þennan drykk mjög oft, bragðgóður og næringarríkur!

 

Próteinríkur ískaffi
(uppskriftin er 1 stór skammtur eða 2 litlir)
150ml kókos súkkulaðimjólk
1 skammtur kókos súkkulaðiprótein (eða prótein sem ykkur finnst gott, mæli með súkkulaði/karamellu/kaffibragði)
1 espresso/1dl sterkt kaffi
klakar
Allt sett saman í blandara og mulið niður í krap. Hægt að bæta við vatni ef blandan er of þykk.

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.