Pönduafmæli-innblástur

Pönduafmæli-innblástur

Heimasætan fagnar þriggja ára afmæli þann 28. apríl næstkomandi og mín kona er vægast sagt orðin spennt.

Á þessu heimili gengur allt út á það hversu langt sé í afmælið og hvernig veislan eigi að vera og hverjum eigi að bjóða.

Það er að sjálfsögðu löngu búið að velja þema og reyndi ég að stýra barninu í eitthvað þægilegt. Litaþema,Spiderman eða Frozen en nei, pönduþema varð það heillin!

Kristín Heba tók nefnilega ástfóstri við pöndu bangsa nokkurra mánaða gömul og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan, það er því það minnsta sem hægt er að gera fyrir Palla Pöndu að halda veislu honum til heiðurs!

Það hefði auðvitað verið mjög þægilegt fyrir mig að geta keypt glös,diska og servíettur í stíl og látið það gott heita og ég viðurkenni að þemavalið óx mér örlítið í augum til að byrja með en með hjálp pinterest held ég að ég ætti alveg að geta staðið undir væntingum.

Og þá er bara að byrja að föndra og massa sykurmassakökugerð, rúmir 2 mánuðir til stefnu og eins gott að standa sig!

Facebook Comments
Sólveig Ása Arnarsdóttir

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.