Piparkökuhús-hugmyndabanki og uppskrift.

Piparkökuhús-hugmyndabanki og uppskrift.

Eitt af því sem ég er mjög spennt fyrir að gera í desember er piparkökuhús, mér finnst skemmtilegt að gera nýjar útfærslur og þessi jólin hlakkar mig mikið til að gera piparkökuhús með dóttir minni sem er rúmlega tveggja ára.

Þegar ég er búin að ákveða hvernig piparkökuhús ég ætla að gera byrja ég á því að teikna það upp á bökunarpappír og passa að allar hliðar passi saman og ákveð stærðina á húsinu.

Hér eru nokkrar hugmyndir af fallegum piparkökuhúsum.  Svo set ég inn uppskrift sem gott er að nota í piparkökuhúsagerð.

Mér finnst best að nota sykur þegar ég lími húsið saman, en til þess að koma í veg fyrir að sykurinn brenni set ég smá vatn útá sykurinn, þá verður hann ekki eins fljótur að verða of dökkur.  Þessi litlu hús finnst mér alveg dásamleg, er mikið að pæla í því að gera þau þetta árið.
Skraut á kakóbollana í jólaboðinu, líka alveg hrikalega krúttleg. Er nokkuð viss um að ég prófa að gera þessi og leyfi ykkur að fylgjast með því.
Á Pinterest er að finna fullt af teikningum af húsum ef þið treystið ykkur ekki í að teikna þau upp sjálf.

Hér er uppskrift sem hentar einstaklega vel í piparkökuhús: 
375gr. Smjör

300gr. Púðusykur
150gr. Sýróp
900gr. Hveiti
1 msk. Matarsódi
2 msk. Engifer

Aðferð:
1. Smjör, Síróp og sykur brætt saman í potti.
2.Hveiti, matarsódi og engifer sigtað saman í skál.
3.Öllu blandað saman og hnoðað vel.
4. Gott er að leyfa deiginu að kólna áður en því er rúllað út og húsið skorið út.
5.Bakað við 200° í 12-13 mín.
6. Gott er að skera smá af hliðunum ef deigið hefur runnið til um leið og húsið kemur úr ofninum.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.