Paradís sem þurfti ekki langt að fara til að sækja í

Paradís sem þurfti ekki langt að fara til að sækja í
Það er mjög gaman að ferðast um eigið land og það var akkúrat það sem ég gerði um daginn og fékk mikið af fyrirspurnum á instagram um hvar í heiminum ég væri.
Ég var í litilli Paradís sem þurfti ekki langt að fara til að sækja í og ég sjálf hafði aldrei heyrt um  fyrr en kærastinn bauð mér óvænt í afslappaða helgi, alla leið í Hveragerði, lengra þurfti ekki að fara til að fylla á orkutankinn og slaka á.
Frost og funi er lítið hótel í Hveragerði, lítil Paradís að mínu mati.
Umkringd íslenskri náttúru, vel falin perla þar sem fallegar gönguleiðir eru við hótelið í dásamlegri náttúru, heitir pottar og lítil gömul sundlaug þar og áin  blasti við manni þegar maður steig út af hótel herberginu. Á þessum stað er maður laus við alla umferð og gjörsamleg kyrrð er það sem einnkennir hótelið.
Hótelherbergið var fallegt og tók vel á móti okkur, þar voru sloppar sem var hægt var að nota þegar maður gekk á milli heitra potta úti, einnig er hægt að panta nudd á hótelinu.
Aðeins er fimm mínútna  rölt að Skyrgerðinni sem hefur að geyma dásamlega kózý veitingastað þar sem hægt er að borða morgunmat, bröns og hádegismat, lítið sætt veitingahús, þó að hótelið sé með veitingastað þá var það lokað fyrsta kvöldið okkar, þannig við græddum á því og röltum að Skyrgerðinni og fengum okkur kvöldmat þar.
Þessi færsla er ekki samstarf, heldur eingöngu skrifað til að deila þessari yndislegu dvöl. Ég mæli með að gera sér ferð úr bænum til að slaka á, það þarf ekki að fara langt til að njóta fallegs umhverfis og upplifa nálægð við íslenska náttúru.
Facebook Comments