Nýárs hvatning með Sigurjóni Erni!

Nýárs hvatning með Sigurjóni Erni!

Förum alla leið 2018 !!!

Ég vill byrja á að þakka ykkur samfylgdina 2017 og óska ykkur gleðilegs nýs árs!

Þá er nýtt ár hafið og margir eflaust búnir að setja sér markmið fyrir komandi ár. Góð markmið er bara hið besta mál,í raun er góð markmiðasetning það sem kemur okkur oftar en ekki alla leið ! En oftar en ekki þá á fólk það til að hellast úr lestinni á miðri leið eða um leið og markmiðinu er náð sem skilar okkur seint þeim langtíma árangri sem við leytumst eftir….

En hvernig er þá best að haga markmiðasetningu til þess að ná okkar markmiðunum og ná hámarsk árangri ?

Ég set mér oft sjálfur einhver markmið og vel mér oftar ekki vel krefjandi og skemmtilegar áskoranir fyrir komandi ár. Með því að velja sér krefjandi verkefni veist þú jafnvel og ég að þú verður að hafa kroppinn í topp standi til að geta klárað verkefnið og sótt stóru sigrana heim.

Lausnin er því ekki að bíða eftir því að verkefnið nálgist og setja allt í botn 2-3 vikum/mánuðum fyrir keppni. Heldur byrja strax og láta verkefnið frekar bíða eftir þér Það getur margt skeð á stuttum tíma í krefjandi æfingum/æfingaráætlun og því betra standi sem þú ert í líkamlega því auðveldari verður undirbúningurinn og áskorunin.
– Ekki byrja eftir mánuð, byrjaðu í dag !!!

Árið 2018 vill ég að þú prófir að setja þér eitthvað markmið: hlaupa 10 eða 21,1 km, bæta mataræðið nú eða lyfta x-þyngd í beygju, bekk eða réttstöðu. Þegar þú hefur sett þér markmið vill ég að þú skiptir stóra markmiðinu niður í nokkur minni markmið. T.d. Fyrir 21,1 km þarftu fyrst að: hlaupa 5 km á x-min og svo klára 10 km og þar á eftir að hlaupa 15 km í einni beit. Þegar þú svo loks klárar stóru áskorunina (hér 21,1 km) getur ekki stoppað því að hálfa maraþonið var bara fyrsta skrefið af mörgum komandi áskorunum og þú ferð því beint að vinna fyrir næsta markmið !!
– Prófaðu að láta reyna aðeins á kroppinn og sjá hvað í honum býr

Næst langar mér að segja ykkur nokkrar sturlaðar staðreyndir sem tengjast mínum markmiðum/lífstíll, flestir myndu segja að þetta sé ekki rétta leiðinn í æfingunum/mataræði en ég hef alltaf valið það sem ég finn að hentar mér hverju sinni:
– Undanfarin 5 ár hef ég aldrei stoppað að æfa í meira en 3-4 daga í senn. Ég hef þurft að hvíla ákveðna vöðvahópa og æfingar, en það hefur ekki stoppað mig frá því að finna lausnir og aðrar æfingar til að hámarka líkamlegan árangur og vellíðan.
– Í rúm 4 ár hef ég fastað nánast á hverjum degi í 16 klst í senn og á móti borðað í 8 klst og mest tekið 36 klst föstu í tilraunaskyni. Ég las mér til um föstuna og vakti hún strax áhuga minn vegna þeirra heilsufarslegu áhrifa sem hún hefur á líkamann. Ég hafði vissulega mínar efasemdir en líkt og með allt annað í lífinu þá veistu aldrei hvort að hlutirnir virki nema þú prófir þá. Fastan virkaði mjög vel fyrir mig og minn lífstíl. Mér líður betur, á auðveldara með að skipuleggja mataræðið og halda línunum í topp málum (þó að línurnar/grennast sé ekki ástæðan fyrir því að ég fasta).
– Daginn eftir að ég keppti í fyrsta skiptið í WOW cyclothon 2014 skellti ég mér í 22 km Snæfellsjökulhlaupið daginn eftir hjólakeppnina og sigraði það. Ástæðan var einföld, líkaminn var í topp standi og mig langaði í hlaupið með góðum félaga mínum. Ég var búin að æfa vel og líkaminn þoldi álagið og rúmlega það.
– Þegar ég hljóp mitt fyrsta maraþon í Reykjavíkurmaraþoni á 2:57 klst gat ég varla gengið eftir hlaupið, en í mínu þriðja maraþoni 2016 í Þýskalandi hljóp ég á 2:46 klst og fann ekki fyrir strengjum eftir hlaupið !!!

Það sem ég er að reyna að segja ykkur er að þið getið þjálfað líkamann til að gera hið ótrúlegustu hluti og í raun allt sem þið viljið. Með réttri uppbyggingu og járnvilja til að ná hámarksárangri eru ykkur allir vegir færir. Ég er ekki að segja að það munni ekki kosta mikla vinnu og langan tíma en ég get lofað þér að þú munt ekki sjá eftir neinu þegar þú ferð að ná lengra en þig hafði nokkuð tímann dottið í hug að þú gætir náð

Árið 2017 keppti ég í hinun ýmsu þrekraunum (sjá mynd) og er hvergi nærri hættur:
– 42 km fjallamaraþon í Frakklandi
– 55 km Laugarvegdhlaupið = 4:57 klst
– 50 km Hengil hlaupið = sigur
– Þrekmótaröðin 2017 = sigur
– Heimsmeistaramótið í Spartan Race í Bandaríkjunum
– Spartan Sprint hér heima = sigur

Hef þetta ekki lengra að sinni og óska ykkur alls hins besta í æfingum og mataræði á komandi ári!

Við Ynjur mælum að sjálfsögðu með að þið fylgið Sigurjóni á samfélagsmiðlunum:
Facebook, sjá HÉR
Snapchat: Sigurjón1352

 

Facebook Comments