Nokkur skref til að gera jólagjafainnkaupin auðveld og skipulögð

Nokkur skref til að gera jólagjafainnkaupin auðveld og skipulögð

Ég kláraði að kaupa allar jólagjafirnar fyrir þessi jól um síðustu helgi þegar við kærustuparið skelltum okkur í helgarferð til Edinborgar. Til að eyða ekki allri ferðinni í að þræða búðir í leit að hugmyndum að réttum gjöfum var ég búin að skipuleggja mig mjög vel og þurfti aðeins að fara í 3 búðir til að klára allt heila klabbið.

Þetta gekk eins og í sögu og þvílíkt góð tilfinning að vera bara búin með þetta, get nýtt restina af desember í að njóta aðventunnar og pakka inn í róleg heitum.

Ég ætla að deila skipulaginu mínu með ykkur ef einhver vill nýta það í að einfalda jólagjafakaupin sín.

Nokkur skref til að gera jólagjafainnkaupin auðveld og skipulögð:

  1. Lista upp alla aðila sem fá gjafir frá þér/ykkur þessi jólin
  2. Safna hugmyndum fyrir alla á listanum
    • Ég safna hugmyndum í símann minn jafnt og þétt yfir árið
    • Ég er að vinna í annarri færslu sem birtist hérna á Ynjur.is sem mun innihalda hugmyndir fyrir þá sem „eiga allt“
  3. Taka ákvörðun um hvað úr hugmyndalistanum eigi að vera gjöfin fyrir viðkomandi þetta árið
  4. Lista upp búðirnar sem hlutirnir úr lið 3 fást og hvað á að kaupa í hverri verslun.
  5. Borða vel og fara út hvíld/ur af stað í verslunarleiðangur með vel skipulagðan lista

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku