Nokkur ráð: Brúnkukrem í andlit!

Nokkur ráð: Brúnkukrem í andlit!

Höfundur fékk vörurnar sendar að gjöf óháð umfjöllun

Ég deildi á Instagram mínum ráðum og trixum þegar ég set brúnkukrem í andlitið á mér en ég veit að mörgum finnst það ógnvænlegt og hræðast mjög að klúðra því og líta út eins og dalmatíuhundur frekar en eins og eftir smástund úti í sólinni.

Mig langaði að deila þessu með ykkur hér líka en bendi á Highlights á Instagraminu hjá okkur Ynjum fyrir video og fleiri útskýringar!Aðferðin við að blanda fer svolítið bara eftir hvað þið treystið ykkur í. Til að byrja með er þessi aðferð á myndinni hér að neðan mjög góð en svo má smám saman minnka venjulega kremið og hafa meira af brúnkuvöru. Ég hef sett á mig brúnkukrem í andlit í mörg ár og alltaf verið súpersátt við útkomuna!

Ég vona innilega að þið sem hafið aldrei þorað geti prófað með meira öryggi eftir þessi einföldu ráð! Þetta er minna mál en þið haldið 🙂

 

forsíðumynd: Influenster

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.