Nokia snjallhitamælir-frábær mælir fyrir fjölskylduna

Nokia snjallhitamælir-frábær mælir fyrir fjölskylduna

Síðan að Anna Hrafnhildur fæddist höfum við verið að nota eyrnahitamælir BRAUN, við erum núna á setti númer tvö þar sem  eitthvað virðist klikka í mælunum og þeir hætta að mæla nákvæmt og mæla allt of háan hita þegar enginn hiti er eða lítill hiti.

Við ákváðum því að prófa snjallhitamælirinn frá Nokia, ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki mikla trú á svona snertilausum mæli en verð að viðurkenna að ég hafði virkilega rangt fyrir mér. Við erum mjög ánægð með mælinn og finnst hann mæla mjög nákvæmt!

Það sem mér finnst algjör snilld við mælirinn er að hægt er að setja inn nöfn allra fjölskyldumeðlima og þegar hitinn er mældur merkir maður hver á þá mælingu og hún færist sjálfkrafa í app í símanum. Þannig gerir það auðvelt að fylgjast með hvernig hitinn þróast hjá börnunum. Hægt er að setja inn hvenær barnið fær verkjalyf/hitalækkandi lyf, setja inn einkenni og fá áminningar og ábendingar.

Það að mælirinn sé snertilaus gerir þetta órtúlega auðvelt þegar þarf að mæla börnin á næturnar og eru þá minni líkur að þau vakni. Mælirinn er með 16 skynjara sem taka yfir 4000 mælingar og skila því mjög nákvæmri niðurstöðu á 2 sek.

Hér getið þið séð myndband af því hvernig mælirinn virkar.

Ég mæli hiklaust með þessum hitamæli fyrir fjölskylduna.

Hægt er að kaupa snjallhitamælirinn á 20% afslætti hér hjá Vodafone næstu daga.

 

Þið getið fylgst með mér á snapchat


Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.