No bake – hnetusmjör hafraklattar

No bake – hnetusmjör hafraklattar

 

 

Þessa klatta hef ég gert nokkrum sinnum og alltaf eru þeir jafn vinsælir á mínu heimili og gott að eiga í frysti.

120gr. Smjör
4 dl. Sykur
100 ml. Mjólk
4 msk. Kakó
1 dl. Hnetusmjör (creamy)
1 tsk. Vanilludropar
6 1/2 dl. Gróft haframjöl
Hvítt súkkulaði og sjávarsalt til skreytinga

Aðferð:

  1. Smjör, sykur, mjólk og kakó sett í pott. Leyft að sjóða í ca. 1 mín.
  2. Hnetusmjöri og vanilludropum hrært saman við.
  3. Blöndunni hellt yfir haframjölið og hrært vel saman.
  4. Sett á bökunarpappír í mót og inn í frysti í 10-15 mín.
  5. Tekið úr frysti og skreytt með hvítusúkkulaði, sjávarsalti stráð yfir. Sett aftur í frysti í 10-15 mín.

Ath. Geymist í kæli eða frysti. 

Þið getið fylgst með mér á snappinu:

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.