Over night oats: Grunnuppskrift

Over night oats: Grunnuppskrift

Ég borða alltaf góðann morgunmat og kem mér ekki af stað inn í daginn án þess að vera vel nærð! Eitt af því sem er miklu uppáhaldi og ég borða hvað oftast eru “over night oats” grautur sem hægt er að útbúa fyrir nokkra daga í senn og þess vegna gripið með sér ef maður er á hraðferð!

Mig langar að gefa ykkur mína grunn uppskrift sem má svo að sjálfsögðu leika sér með, bæta útí ávöxtum/hnetum/fræjum eða hverju því sem ykkur dettur í hug!

Over night oat- grunn uppskrift
1msk Chia fræ
3-4msk hafrar
3msk grísk jógúrt
fyllt upp með haframjólk

Aðferð: öll hráefnin nema mjólkin sett í skál/krukku og blandað vel saman. Fyllt er upp með mjólkinni og blandað saman þangað til blandan lítur út eins og frekar þunnur grautur. Hér er upplagt að bæta útí niðurskornum ávöxtum/hnetum eða fræjum!
Geymist í ísskáp í lokuðum umbúðum í 7 daga ÁN ávaxta en 3-4 daga með ávöxtum í.

Ég nota sjálf oftast gríska jógúrt frá Örnu með kaffibragði, smá kakó og súkkulaði haframjólk í minn graut! Í uppáhaldi núna er að setja banana og/eða jarðaber útí og smá slettu af mjólk þegar ég borða hann.

 

Fullkomin næring fyrir allan aldur, góð blanda af próteinum,kolvetnum og fitu!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.