Mexico súpa á 15 mínútum

Mexico súpa á 15 mínútum

Ég sýndi ótrúlega einfalda og bragðgóða Mexico súpu á snapchat um daginn (@Ragnhildard) og deildi uppskriftinn sem svo margir tóku skjáskot af að ég ætla að deila henni með ykkur hérna á blogginu líka.

Ég er alltaf á höttunum eftir einföldum og fljótlegum réttum og þessi er klárlega einn af þeim.

Hráefni:
  • Mexico pakkasúpa
  • Rjómi og/eða mjólk
  • 1-2 dósir niðursoðnir tómatar (ég nota alltaf þessa sem eru í teningum)
  • 1/2 – 1 krukka af salsasósu (mild, medium eða hot eftir smekk)
  • 1-2 teningar kjúkklingakraftur
  • Kjúklingur
  • Meðlæti eftir smekk, td. Nacos, rifinn ostur, sýrður rjómi, guacamole

Ég set duftið úr pakkasúpunni í pott ásamt vatni og rjóma í því magni sem tekið er fram á pakkanum. Svo byrja ég að bragðbæta hana með því að setja saman við kjúklingakraft, salsa og tómatana.

Kjúklinginn steiki ég á pönnu, sker niður í litla bita og bæti saman við súpuna. Kjúklinginn má krydda eftir smekk en ég nota yfirleitt bara salt og pipar. Helli svo smá vatni útá hann á pönnunni og helli því svo ásamt kjúklingnum í súpuna til að fá smá auka bragð.

Svo er bara að bera súpuna fram með því sem ykkur finnst passa með. Td. Nachos, rifinn ostur, sýrður rjómi og guacamole,  sem gott er að bæta útí súpuna eftir að hún er komin á diskinn. Einnig er hægt að bera fram brauð með súpunni.

Verði ykkur að góðu!

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku