Mest notað: förðunarvörur!

Mest notað: förðunarvörur!

Síðast voru það mest notuðu húðvörurnar (sjá hér) og núna eru það mest notuðu förðunarvörurnar.
Þessar vörur nota ég nánast daglega og sumar þeirra hef ég keypt mér oft en aðrar eru glænýjar á markaðnum.
Ég farða mig ekki mikið dagsdaglega en finnst mikilvægt að nota farða eða litað dagkrem til að jafna húðlit, hyljara, sólarpúður, maskara og ljóma.

 

YSL Touche eclat high cover: Ég keypti mér þennan í fríhöfninni í vor og hann er búinn að vera notaður stanslaust síðan! ég nota hann undir augun og aðeins til að fela roða í kinnum og nefi. Hann er mjúkur, ég þarf ekki að púðra undir hann og hann hylur miðlungs/mikið. Hann er frekar fljótur að þorna og það þarf að vinna hann frekar hratt en mér finnst það kostur.

YSL Touche eclat all in one glow: Frá því ég fékk þennan farða fyrst til að prufa hef ég verið ástfangin! Hann er mjög léttur á húðinni, gefur ótrúlega fallega ljómandi áferð, hylur miðlungs mikið sem ég elska dagsdaglega og hann endist vel á húðinni. Það er auðvelt að blanda hann og hann oxast ekki á húðinni. Ég púðra mig létt eftir að hafa sett þennan á, eins og með aðra farða sem eiga að gefa ljóma.

Real techniques farðasvampur: Ég hef ekki tölu á hversu marga svona ég hef átt í gegnum tíðina. Ég kaupi alltaf 4 í pakka og nota þá þar til þeir gefa upp öndina! Ég elska að nota svamp til að bera á farða og eftir að ég fór að nota ljóma meira í fljótandi formi þá nota ég svampinn líka í það.

YSL augabrúnablýantur: Þessi blýantur hefur enst mér lengur en ég þori að segja til um. Hann er mjór og mjög góður til að búa til fínar hárstrokur. Liturinn endist vel á húðinni og þennan mun ég pottþétt fá mér aftur.

Lancóme Le french glow: Þetta glænýja sólarpúður er með því fallegra sem ég hef átt. Ég nota litinn “02 warm sensualité” og hef bæði notað vöruna sem sólarpúður en líka til að skyggja og sem augnskugga. Púðrið eru 4 misdökkir litir og sem sólarpúður blanda ég þeim öllum saman en leik mér svo með litina fyrir skyggingu og augnskugga. Mæli sannarlega með að kíkja á þetta!

Origins Vitazing spf15: Dagkrem með sólarvarnarstuðli 15 sem er hvítt á litinn en inniheldur litlar litaperlur sem springa þegar þær eru nuddaðar á húðina. Kremið aðlagar sig að þínum húðlit og gefur létta þekju en mjög fallegann ljóma og áferðin er æðisleg. Ég notaði þetta óspart á sólardögunum í New York seint í sumar og þegar ég er í tímaþröng þá skelli ég þessu á mig með fingrunum. Fyrir ykkur sem viljið ekki þessa “farðaáferð” þá eru svona krem frábær, mjög náttúruleg en gefa samt þekju og vörn fyrir sólinni!

Max factor volume infusion maskari: Ég nota þennan maskara dagsdaglega en hann gefur aughárunum aukið volume en er ekki of dramatískur. Hann aðskilur augnhárin vel án þess að gefa “köngulóarfætur”lúkkið. Fyrir ykkur sem viljið maskara sem er léttur á augnum og gefur volume þá er þessi góður og á góðu verði.

Lancóme custom highlight drops: Fljótandi ljómadropar sem eru nýkomnir á markað. Þessa er hægt að nota bæði óblandaða á andlit og líkama og er líka mjög fallegur útí farða fyrir extra ljóma á allt andlitið. Ég nota litinn “rose glow” sem hentar mínum húðlit mjög vel.

 

Tax-free er í verslunum Hagkaupa 5.-9.september og fullt af glæsilegum auka tilboðum og kaupaukum í gangi!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.