Matseðill vikuna 9-15 október

Matseðill vikuna 9-15 október

 

Ég ætla að deila með ykkur hugmynd af matseðli fyrir vikuna.

Mánudagur: Þar sem við fáum öll fisk í hádeginu á mánudögum reynum við yfirleitt að hafa eitthvað annað en fisk kvöldmatinn. Þessa vikuna verður það grillkjöt, bara eitthvað sem er keypt marinerað og tilbúið á grillið, meðlæti: gufusoðnar kartöflur, bland af venjulegum- og sætumkartöflum, ásamt kaldri grillsósu og grænmeti.

Þriðjudagur: Karry fiskréttur frá Fylgifiskum í Borgartúni, borinn fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Miðvikudagur: Mexico lasagna

Fimmtudagur: Afgangar frá miðvikudegi og annað snarl.

Föstudagur: Taco pizza. Allir á heimilinu útbúa sína pizzu á þykka taco-köku (Fæst í Bónus). Dóttir mín er 2 ára og hefur ótrúlega gaman af því að útbúa sína pizzu. Svo er kosturinn við taco-pizzur að það þarf ekki að baka þær. Bara setja inn í ofn og bíða þangað til osturinn bráðnar, fullkomið fyrir 2 ára bakara sem eru spenntir að smakka afraksturinn.

Laugardagur: Heill kjúkklingur í ofni, kryddaður með kjúkklinga- og paprikukryddi, rjómalöguð sveppasósa, hrísgrjón, ferskt salat og fetaostur.

Sunnudagur: Matur hjá mömmu <3

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku