Loksins kom sumarið!

Loksins kom sumarið!

Við sem búum á norðurlandinu höfum þurft að horfa uppá snjókomu, núna síðast bara fyrir 4 dögum á meðan suðurlandið hefur fengið að njóta þeirrar gulu!

LOKSINS núna um helgina mætti þessi gula, hitatölurnar fóru í tveggja stafa tölu og við fórum að sjálfsögðu út að njóta blíðunnar.
Við erum svo lukkuleg hérna á Húsavík að búa í nálægð við náttúruperlur og á svona blíðviðrisdögum er ekki annað hægt en að rifja upp kynnin við einhverja þeirra.

Fátt betra en að njóta íslenska sumarsins þegar það býður uppá svona veðurveislu!

Við fórum í göngutúr um bæinn, niðrá höfn og borðuðum þar hádegismat á Lókal, Ríkharð hjólaði svo í alla polla sem við fundum!
Við fórum í skrúðgarðinn okkar sem er einn sá fallegasti á landinu og ótrúlega skemmtilegt að rölta þar í gegn og jafnvel hafa með sér nesti.
Við enduðum hringinn okkar þennan daginn á að vaða í Botnsvatni og leita að sílum og æfa okkur í að fleyta kerlingar á vatninu.

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.