Loccitane- ekki bara handáburður!

Loccitane- ekki bara handáburður!

Við þekkjum örugglega flest/ar handáburðina frá dásamlega, franska fyrirtæki Loccitane. Áður en verslunin þeirra opnaði í Kringlunni var þetta eina varan sem ég hafði prófað og hafði ekki hugmynd um hversu fjölbreytt vöruúrval væri að finna þar. Ég hef keypt óteljandi marga handáburði í gjafir en aldrei veitt öðrum vörum eftirtekt fyrr en nýlega.

Í desember ákvað ég svo að kaupa mér jóladagatal frá þeim og þá var ekki aftur snúið! Ég er ennþá að prófa vörur úr því dagatali og hef líka verið svo lukkuleg að fá tvær gjafir frá þeim með vörum til að prófa og nota.

Þessi nýja lína er tryllt!
Ótrúlega frískandi, ilma dásamlega og ég get 100% mælt með C-vítamín djuphreinsinum og varasalvanum. Varalitinn frá þeim er ég alltaf með í veskinu líka.

***

Ég gjörsamlega dýrka líkamsvörurnar þeirra! Ég er ca 100ára og nota fótakrem daglega (mæli með því við alla, sérstaklega ykkur sem standið mikið og “stappið” í vinnunni eða hreyfið ykkur mikið) og núna hef ég bætt við mig möndluolíunni í sturtuna sem er orðin mest notaða varan af öllum á heimilinu.

Undanfarið hef ég verið að prófa andlitslínu frá þeim, Aqua réotier og andlitshreinsirinn er kominn í mína daglegu rútínu og ég nota hann daglega. Kremið er líka frábært, létt og það þarf lítið magn af því. Næst á dagskrá er svo að bæta Moisture prep essense við en það er þunnur vökvi sem er settur undir krem til að fá extra mikinn raka og næringu, pottþétt fullkomið í vetur!

Ég get ekki annað en mælt með heimsókn í fallega verslun Loccitane í Kringlunni fyrir ykkur sem búið á höfuðborgarsvæðinu eða eruð á ferðinni þar.
Fyrir okkur hinar þá get ég LOKSINS deilt því með ykkur að vefverslun Loccitane er komin í loftið og þrátt fyrir frábæra þjónustu hingað til við okkur útálandi þá er þetta klárlega stórt skref og eykur þjónustustigið til muna!
HÉR finnið þið heimasíðuna og það er frí heimsending í tilefni opnunarinnar 🙂

 

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.