Lítið “trix” fyrir aukna ávaxta- og grænmetisneyslu barna

Lítið “trix” fyrir aukna ávaxta- og grænmetisneyslu barna

Ég er kannski ekki að bera út neinar stórfréttir eða ráð en þar sem þetta mjög einfalda atriði hefur hjálpað mér að kynna nýja ávexti og grænmeti í matartímanum fyrir syni mínum fannst mér tilvalið að deila því líka með ykkur.
Það var eiginlega alveg óvart sem ég fattaði hvað þetta virkar vel!

Þetta er í rauninni sáraeinfalt og kannski eitthvað sem maður hreinlega spáir ekki í. Þegar ég legg á borðið þá passa ég mig á að hafa allt grænmeti og ávexti næst diskinum/skálinni hans Ríkharðs Vals svo að hann nái í það sjálfur án þess að ég sé að skipta mér af því.
Hann velur sér það sem hann vill, stundum fussar hann og vill ekki það sem hann valdi sem er í góðu lagi, bragðlaukarnir okkar eru allt að 30 skipti að venjast nýju bragði/áferð og til þess þurfum við að smakka oft 🙂
Eftir að ég tók eftir þessu raða ég alltaf svona á borðið og undantekningalaust fær hann sér af því sem honum finnst mjög gott, og oft smakkar hann eitthvað nýtt og spennandi.

Kalt og ferskt sem næst barninum og það heita fjær! Einfalt og svínvirkar

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.