Á leiðinni: frá Bestseller.is!

Á leiðinni: frá Bestseller.is!

Á sunnudaginn datt ég í smá verslunarstuð og ákað að nýta gjafakort sem ég átti og bætti svo auðvitað aðeins meiru við!

Það er ekki mjög langt síðan að Bestseller sem rekur t.d. Vila, Vero Moda, Name it, Jack & Jones og Selected opnaði netverslun. Ég, “útálandi” stelpan varð ekki lítið glöð enda oft þreytandi að þurfa að hringja í verslanir, borga með símgreiðslum (gefa þá ókunnugum upp kortanúmerið sitt) o.s.frv..Ég vil miklu frekar vera í rólegheitum heima og versla þegar mér hentar og geta skoðað stærðartöflur og annað.

Ég valdi mér fjórar flíkur sem kostuðu mig samtals 20.500kr!! Ég fékk svo 15% afslátt af því að ég var að nýskrá mig á síðuna OG fría heimsendingu fyrst ég keypti fyrir meira en 10 þúsund 🙂

EA-Jakki, fæst HÉR

Y-A-S Monday buxur, fást HÉR
Elly blúndukjóll, fæst HÉR
P
erfect skyrta, fæst HÉR

Vefverslun Bestseller má skoða betur HÉR en síðan er í stöðugri þróun, það bætast mjög reglulega við nýjar vörur og áætlunin er að inná heimasíðuna komi hluti af þeim vörum sem koma í vikulegum sendingum í verslanirnar.

Ég er að minnsta kosti komin með pottþétt páskadress (í fleirtölu!) og hlakka ekki lítið til að sækja pakkann minn á pósthúsið 🙂

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.