Laufabrauð frá grunni

Laufabrauð frá grunni

Ég er ekki með margar fastar hefðir á aðventunni en að búa til laufabrauð frá grunni er í algjöru uppáhaldi! Það er eitthvað svo dásamlegt við að hlusta á jólalögin og í ár fengum við ekta norðlenskann jólastorm líka!
Þetta er einfaldara en margur gæti haldið og aðalmálið er í rauninni að eiga laufabrauðsjárnið til að skera út í kökurnar, það er smá fjárfesting en svona járn ganga svo á milli kynslóða.

Uppskrift

700gr Hveiti
300gr Hrísmjöl
2tsk Salt
2msk Sykur
2tsk Lyftiduft
1/2tsk Hjartasalt
1 Egg
7dl Mjólk (eða 1dl Rjómi og 6dl Mjólk)
70gr Smjör
Aðferð: Þurrefnunum er blandað saman í skál. Hitið mjólk og smjör saman þar til smjörið er bráðið. Blandið vökvanum saman við þurrefnin ásamt eggi og hnoðið.
Úr þessari uppskrift fæ ég uþb 35 kökur.
Kökurnar þurfa að bíða örlítið áður en hægt er að skera út í þær, best er að geyma þær undir dúk eða viskastykki. Að lokum eru þær steiktar uppúr feiti þar til ljósgylltar að lit, pressaðar (til að ná hluta af feitinni úr) og látið kólna.
Upplagt er að nýta afgangana til að prófa hita á feitinni og þeir bragðast ekki síður en laufabrauðið sjálft!


Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.