Láru dagur í Pennanum Eymundsson

Láru dagur í Pennanum Eymundsson

Flestir kannast við dásamlegu barnabækurnar um hana Láru og besta vin hennar Ljónsa. Í tilefni þess að það voru að koma út tvær nýjar Lárubækur, Lára fer til læknir og Afmæli hjá Láru verður haldin Lárudagur næstkomandi Laugardag í Pennanum Eymundsson í Kringlunni klukkan 13:00

 

 

-Birgitta Haukdal höfundur bókanna mun lesa uppúr nýju Lárubókunum og gefur krökkunum skemmtilega Láru glaðninga.

-Blöðrur, Stjörnupopp og myndabás verða þar sem börnin geta fengið mynd af sér með  Láru og Ljónsa á svæðinu ásamt skemmtilegum uppákomum.

-Sylvía Haukdal ber fram litríkar og fallegar bollakökur í skemmtilegum búningi.

-Litakrókur fyrir börnin þar sem þau geta litað mynd af Láru á staðnum.

Tilvalið að eiga notalega stund með börnunum áður en að jólaösin byrjar.

 

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.