Kynning á mér

Kynning á mér

 

Ætli sé ekki best að fyrsta bloggið mitt sé smá kynningarblogg.

Ég er nýr meðlimur Ynju hópsins, en stelpurnar buðu mér að vera með nú nýlega sem ég þáði með þökkum.

 

➵ Linda Sæberg heiti ég og er 36 ára gömul. Ég á börnin Önju & Esjar, sem eru að verða 12 og 2 ára, unnustann Steinar Inga, stjúpdótturina Móu og kisuna Þórhildi.
➵ Ég ólst upp á Reyðarfirði frá 5 ára aldri.
➵ Ég flutti til Reykjavíkur 18 ára til að mennta mig og kláraði BA gráðu í félagsráðgjöf og diplómagráðu í lýðheilsuvísindum.
➵ Ég bjó í Danmörku í smá tíma þar sem ég var í lýðháskóla og lærði ljósmyndum og ýmislegt fleira.
➵ Ég hef unnið út um allt og allsstaðar – allt frá því að gera við posa, starfa með heimilislausum konum í neyslu og reka hótel á Suðurlandi.
➵ Fæðingarorlofinu okkar Steinars árið 2017 eyddum við fjölskyldan búandi á Balí og á ferð um Asíu í hálft ár. Þar nutum við lífsins, kynntumst nýja einstaklingnum í fjölskyldunni, lærðum á nýjann menningarheim, Anja fór í skóla, Steinar var í fjarnámi og við jóguðum, sörfuðum og nutum okkar saman.

➵ Èg skildi hluta af hjartanu mínu eftir á Balí og stefni á að komast þangað sem allra allra fyrst. Í raun hef èg bara verið hálf síðan við komum heim aftur.
➵ Ég á og rek vefverslunina Unalome þar sem ég sel handunnar vörur frá Balí sem eru sérvaldar af okkur. Þar á meðan útskornar hauskúpur, hengirúm, hengirúmsstóla, körfustóla, vegghengi og skartgripi. Nú í vetur munu síðan nýjar vörur birtast undir merki okkar Önju sem við erum að hanna. Hér finniði heimasíðuna okkar og hér finniði instagram verslunarinnar.
➵ Ég er sturluð tilfinningavera! En ég tárast og græt mörgum sinnum á dag, bæði yfir fallegum og ekki fallegum hlutum. Ég græt yfir tónlist, bókum, bíómyndum, þáttum, auglýsingum…. Ég græt einnig yfir náttúrunni, sólsetrinu, sólarupprásinni, flugeldum… æj þið skilið. Öllu!
➵ Ég er með kvíðaröskun og glími við mitt þunglyndi. Hvort sem það er tengt þeim „veikleikum“ eða því hvað ég er mikil tilfinningavera, á ég gríðarlega erfitt með ljóta og ósanngjarna framkomu í allri sinni mynd. Það getur því algjörlega „krassað mér“ ef fólk kemur ekki vel fram. Ég á mjög erfitt með það! Mikilvæg finnst mér mantran „you do you“  og allir ættu að tileinka sér hana.
➵ Svo að sama skapi á ég ógeðslega erfitt með misrætti og allt það vonda í heiminum. Ég lærði til dæmis félagsráðgjöf því ég ætlaði að bjarga heiminum. Öllum heiminum og þeim sem þar búa. En síðan er ég bara viðkvæmt blóm sem græt yfir öllu því ljóta.
➵ Ég er náttúrubarn og mér líður vel í náttúrunni.
➵ Ég tek myndir af öllu sem mér finnst fallegt. En þið getið þið séð eitthvað af því hér á instagraminu mínu.
➵ Ég elska kaffi og gott súkkulaði. Ég elska líka saltlakkrís. Bæði í nammi og ís..
➵ Ég hef mikla unun af jóga, andlegum málefnum, hugleiðslu, ilmkjarnaolíum og kraft alheimsins.
➵Í framhaldi af því reyni ég að gera einungis hluti í lífinu mínu sem gefa mér gleði, umgangast fólk sem gefur mér orku og hlýju og takmarka allt neikvætt eitur inn í líf mitt. Þetta tók mig mörg mörg ár að tileinka mér. Mörg ár og mikið af eitri.
➵ Ég hlusta nánast bara á gamla tónlist. Og Beyoncé, að sjálfsögðu.
➵ Ég elska að ferðast og vil eiginlega bara ferðast. Alltaf. Ég glími við gríðarlegt post-travel-depression þegar ég kem heim. Í raun glími ég við það þangað til að ég fer aftur á flakk.
➵  Ég hef ferðast mikið um Evrópu, farið til Bandaríkjana, tvisvar til Mexíkó og ferðast til Asíu.
➵ Ég blogga einmitt um ferðalög á Gekkó blogginu. Kíkið þangað á inspo um ferðalög.
➵ Mér hentar illa rutína og fastur vinnutími. Ég er fiðrildi sem vill bara skapa þegar ég fæ köllun.
➵  Ég elska að skapa og hanna og reyni að gera mikið af því. Ég gef í gjafir, geri fyrir heimilið og sjálfa mig.
➵  Ég er interior elskandi. Elska að dúllast í heimilinu mínu, gera fínt og þar á allt sinn stað. Heimilið mitt hefur komið í innanhúsblöðum og er stíllinn minn skandinavískt – bohemian-eitthvað. Heimilið mitt getiði þið séð mikið af á instagraminu mínu.

Þetta er svona það helsta þá.

 Hlakka til að skrifa til ykkar allskonar og vona að þið fylgist með.

 

 

 

Facebook Comments
Linda Sæberg

Linda er 36 ára gömul, unnusta og tveggja barna móðir, með gráður í félagsráðgjöf og lýðheilsuvísindum. Hún er tilfinninganæmt fiðrildi sem veit ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór en rekur verslunina Unalome ásamt öðru. Stundar jóga og hefur miklar unun af andlegum málefnum. Elskar að ferðast, skapa og njóta, gleðst yfir góðu kaffi og súkkulaði og er interior elskandi.