KOOTD – Pífu pæja

KOOTD – Pífu pæja

Dóttir mín byrjar í leikskóla núna í ágúst og við erum svo heppin að skólinn hennar er einn af skólum Hjallastefnunnar svo hún verður í skólabúning fimm daga vikunnar. Þar af leiðandi þarf hún ekki að eiga mikið af “venjulegum” fötum.
Þegar það var staðfest að hún kæmist inn í leikskólann tók ég þá ákvörðun að kaupa bara þau föt á hana sem mig virkilega langar í, þeas. engin “allt í lagi” föt, heldur bara dress sem myndu falla í “uppáhalds” flokkinn (hjá mér, hún er ekki enn þá farin að hafa skoðun á fatavalinu).

Svo mig langar að sýna ykkur nýjustu “uppáhalds” flíkina í skápnum! Þessa æðislegu peysu frá Name it. Peysan er búin til úr lífrænni bómull og er lunga mjúk.  Hún er svona ljós ferskjulituð og sá litur er í svo miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana að ég sogaðist að henni í búðinni.

Í flestum tilfellum sem ég versla í Name it gríp ég líka með hárskraut af kassanum og þetta skipti var engin undantekning. Ég tók bláar blómaspennur þar sem við áttum ljós ferskjulitaðar spennur fyrir sem við höfum notað rosalega mikið.

Peysan fæst bæði í Name it Smáralind og í Kringlunni.

Peysa: 2990 kr
Spennur: 590 kr.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku