Jólagjöf fyrir þá sem eiga „allt“ – Sokkaáskrift

Jólagjöf fyrir þá sem eiga „allt“ – Sokkaáskrift

Mig langar að segja ykkur frá frábærri jóla- eða tækifærisgjöf fyrir þá sem eiga “allt” – Sokka áskrift frá SmartSocks.

Ótrúlega litskrúðugir og glaðlegir sokkar sem hægt skrá sig í áskrift af og fá þá 1-2 pör senda inn um lúguna í hverjum mánuði.

Ef gefa á sokkaáskrift sem gjöf fær maður fyrsta parið sent heim til sín (þess sem gefur gjöfina) til að geta pakkað henni inn og setja undir tréð. Í framtíðinni munu svo hin pörin koma inn um lúguna hjá þeim sem fær áskriftina í gjöf. Það er búið að sjá fyrir þessu öllu í pöntunarferlinu þegar maður pantar sokkana, svo það er ekkert vesen að panta og lauma jafnvel skilaboðum með hverju pari.

Svo er náttúrulega æðislega gaman að skrá sjálfan sig í sokkaáskrift og fá þá alltaf skemmtilegan glaðning inn um lúguna í hverjum mánuði og endurnýja um leið sokkaskúffuna sína. Hver hefur ekki gaman að því að vera í litskrúðugum og líflegum sokkum?

Allir nota sokka svo þetta er gjöf sem kemur að góðum notum.

Meira um sokkaáskriftina má finna á heimasíðunni þeirra – www.smartsocks.is 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku