Ég setti saman smá lista yfir jólagjafahugmyndir sem eru allar ofarlega á lista hjá mér.
Becca Volcano Goddess augnskugga pallettan er guðdómlega falleg og eflaust margar sem væru í skýunum með hana í jólapakkann.
Gjafaboxin frá L’occitan eru tilvalin í jólapakkann, ég á fjöldan allan af vörum frá þeim og elska þær allar! Í L’occitan Kringlunni er mikið úrval af fallegum gjafakössum.
Daniel Wellington Classic petite úrið er alveg einstaklega fallegt.
Thirstymud gjafasettið frá Glam Glow, ég á nokkrar vörur frá þeim og er virkilega ánægð með þær.
Superstar frá GlamGlow gjafasettið er ofarlega á mínum óskalista og ég get ekki ýmindað mér annað en það sé ofarlega hjá fleirum.
Andlitskremið frá Dr. Braga er tilvalin í pakkann. Þá sérstaklega fyrir mömmur.
- Becca Volcano Goddess pallettan fæst í t.d. í Hagkaup Kringlunni og á fleiri stöðum.
- Gjafaboxin frá L’occitan fást í L’occitan Kringlunni.
- Daniel Wellington classic petit úrið fæst t.d. í Jón og Óskar.
- Glam Glow gjafasettin fást í Hagkaup.
- Dr. Bragi vörurnar fást í Hagkaup.