Jólagjafahugmyndir fyrir hana

Jólagjafahugmyndir fyrir hana

Ég setti saman smá lista yfir jólagjafahugmyndir sem eru allar ofarlega á lista hjá mér. 

Becca Volcano Goddess augnskugga pallettan er guðdómlega falleg og eflaust margar sem væru í skýunum með hana í jólapakkann.

Gjafaboxin frá L’occitan eru tilvalin í jólapakkann, ég á fjöldan allan af vörum frá þeim og elska þær allar! Í L’occitan Kringlunni er mikið úrval af fallegum gjafakössum.

Daniel Wellington Classic petite úrið er alveg einstaklega fallegt.

 

Thirstymud gjafasettið frá Glam Glow, ég á nokkrar vörur frá þeim og er virkilega ánægð með þær.

 

Superstar frá GlamGlow gjafasettið er ofarlega á mínum óskalista og ég get ekki ýmindað mér annað en það sé ofarlega hjá fleirum.

Andlitskremið frá Dr. Braga er tilvalin í pakkann. Þá sérstaklega fyrir mömmur.

 

  1. Becca Volcano Goddess pallettan fæst í t.d. í Hagkaup Kringlunni og á fleiri stöðum.
  2. Gjafaboxin frá L’occitan fást í L’occitan Kringlunni.
  3. Daniel Wellington classic petit úrið fæst t.d. í Jón og Óskar.
  4. Glam Glow gjafasettin fást í Hagkaup.
  5. Dr. Bragi vörurnar fást í Hagkaup.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.