Jóga Nidra og Gong slökun

Jóga Nidra og Gong slökun

Þegar ég stunda heilsurækt þá er Crossfit “my thing” og það eina sem ég hef haldist í lengur en tvo tíma og korter. Þar fæ ég mikla útrás og vellíðunartilfinningu eftir hverja einustu æfingu, er útkeyrð og líkamlega þreytt, elska það!
Mig hefur oft og lengi langað að bæta við heilsurækt sem að tengir andlega hlutann við þann líkamlega, læra slökun og að hvíla hugann. Ég hef prófað hefðbundið jóga (ef það er hægt að tala um hefðbundið og óhefðbundið) en einhvern veginn ekki tengt, það var svo ekki fyrr en ég ákvað að stökkva til og prófa Nidra jóga og Gong slökun sem að ég náði að tengja og VÁ! 75 mínútur af slökun (ekki svefni), læra að aftengja sig og njóta svo kakóslökunar líka (þarf nokkur skipti til að klára kakóbollann samt held ég!).
Við erum svo dásamlega heppin hérna á Húsavík að hafa jógastúdíó og frábærann jógakennara og héðan í frá verða sunnudagar mínir slökunardagar!

Þennan texta tók ég af Facebooksíðu Spirit North :

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun,þar sem aðeins heyrnin heldur okkur í vitund. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Að leiddri slökun lokinni er á Niburu gong, en gongið hefur þá eiginleika að geta fært okkur enn dýpri slökun, handan hugsana. Gongið getur hjálpað til við losa um gömul mynstur, bæði huga og líka. Fullkomin eftirgjöf við gongspil gefur tækifærri til djúprar heilunar.

Ég mæli með að þið sem tengið við stress,kvíða,hvíldarleysi og svefnleysi kynnið ykkur þetta betur og farið með opnum huga í nokkra tíma til að sjá hvort þetta geri jafn dásamlega hluti og það gerir fyrir mig.
Ég mæli líka með að þið skoðið ávinning þess að drekka hreint kakó frá Gwatemala!


Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.