Inni drullumall fyrir börn

Inni drullumall fyrir börn

Ég sýni reglulega “öðruvísi” afþreyingar fyrir börn á instagram hjá mér @bara_87

Í síðustu viku var ég heima með veikt barn og langaði að brjóta upp daginn okkar og bauð dóttur minni í “inni drullumall”.
Hún settist við eldhúsborðið og ég stráði kakó á borðið og bætti svo vatni við, svo fékk hún að hafa frjálsar hendur með framhaldið.

Þetta getur að sjálfsögðu farið úr böndunum og það farið kakó út um allt, en það gerðist ekki í okkar tilfelli. Það er mjög auðvelt að þrífa þetta eftir leikinn og hjá okkur er partur af leiknum að þrífa borðið.

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku