Hvítir strigaskór gerðir eins og nýjir!

Hvítir strigaskór gerðir eins og nýjir!

Ég þoli fátt minna en skítuga hvíta strigaskó og þegar ég fjárfesti mér í slíkum fyrr í sumar þá splæsti ég í leiðinni í sérstaka skósápu (eða froðu).
Eftir að hafa svo fengið kaffisull yfir skónna fyrr í vikunni ákvað ég að prófa loksins sápuna og ég verð að sýna ykkur afraksturinn!!

Það eina sem ég gerði var að nudda froðunni á skónna, láta hana svo bíða á í 15mínútur og þvoði froðuna svo af með volgu þvottastykki.
Útkoman er eiginlega fáránleg!

Skórnir eru eins og nýjir! Reimarnar setti ég í bleyti í uppþvottalegi og heitu vatni, skelli þeim svo í þvottavélina með næstu ljósu vél 🙂

Sápuna keypti ég í Bianco Kringlunni og ég mæli 300% með henni

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.