Hugmyndabanki sumarfrísins – Norðausturland

Hugmyndabanki sumarfrísins – Norðausturland

Norðausturland

Fyrst að tvær af Ynjum búa fyrir norðan þá fannst okkur upplagt að taka líka saman lista með afþreyingu sem er í boði á “stór”Húsavíkurvíkur svæðinu.

 

Húsavík

Gullfiskatjörnin: Rétt fyrir utan bæinn er heitt lón þar sem er hægt að vaða en lónið er fullt af gullfiskum sem er gaman að veiða sér til skemmtunar!

Botnsvatn: Fyrir ofan Húsavík er Botnsvatn þar sem er hægt að labba hringinn (5km auðveld ganga), grilla og veiða síli.
Skrúðgarðurinn: Hefur að geyma andapollinn okkar, fallegar gönguleiðir og á nokkrum stöðum í garðinum eru bekkir þar sem er upplagt að setjast með nesti og njóta!
Skógræktin: Neðarlega í Húsavíkurfjallinu er lítil skógrækt sem stutt er að labba að grillaðstöðu með flottu útsýni!
Hvalasafnið: Frábært hvalasafn sem hefur að geyma ótrúlega flotta sýningu með beinagrindum af hvölum og uppstoppuðum fuglum. Leikaðstaða fyrir yngstu börnin.
Hvalaskoðun: Fjögur fyrirtæki bjóða uppá hvalaskoðun í flóanum. Mögnuð upplifun fyrir alla fjölskylduna.
Byggðasafnið: Ótrúlega magnað safn með öllum mögulegum og ómögulegum dýrategundum, m.a. ísbjörn ásamt byggðarsögu Íslands!
Sundlaug: Sundlaugin er ágæt, 3 heitir pottar (ein barnalaug) og opin alla daga.

Frisbígolfvöllur: Við tjaldsvæðið er lítill frisbígolfvöllur (sem við vitum reyndar ekki hvort að bjóði uppá búnaðinn sem þarf eða hvort fólk þurfi að koma með sinn eiginn).
Golfvöllur: 9 holu golfvöllur er á staðnum.

 

Nágrenni Húsavíkur

Vogafjós: Við Mývatn er þetta skemmtilega kaffihús þar sem hægt er að fylgjast með beljunum í fjósinu um leið.
Tungulending: Kaffihús/gistiheimili í ca 15mín fjarlægð frá Húsavík. Er staðsett alveg niður við sjó og bæði hægt að njóta fjörunnar,útsýnisins og náttúrunnar í ótrúlegu umhverfi.
Fuglasafn: Í Mývatnssveit er mjög flott og vandað safn sem hentar kannski ekki alveg þeim allra yngstu, en eldri börnin hafa mjög gaman af.
Ásbyrgi: Æðisleg náttúra, gönguleiðir, botntjörn, golfvöllur og margt fleira á einum fallegasta stað landsins.

Dettifoss: Ef þú ert á góðum og vel útbúnum bíl mælum við hiklaust með ferð að fossinum sem er einn sá kraftmesti á landinu.
Goðafoss: milli Akureyrar og Lauga er þessi glæsilegi foss!
Sundlaugin á Laugum: Barnvæn og góð sundlaug
Dalakofinn á Laugum: Frábærar pizzur sem við getum hikstalaust mælt með 🙂
Daladýrð: ótrúlega flottur dýragarður staðsettur í Fnjóskadal, milli Vaglaskógar og Illugastaða.

 

Akureyri og nágrenni

Kjarnaskógur: Mjög skemmtilegur leikvöllur og flott grillaðstaða. Það eru líka gönguleiðir sem henta öllum aldri. Algjörlega þess virði að fara dagsferð þangað með fjölskylduna
Holtsel sveitaís: Inní Eyjafirði er ísgerð beint frá býli!
Þelamörk: Sundlaug og útileiksvæði rétt fyrir utan Akureyri
Tjaldsvæðið við Hamra: Ótrúlega barnvænt tjaldsvæði með frábæra aðstöðu fyrir börnin.
Hrísey: Hægt er að taka ferjuna yfir til Hríseyjar fyrir dagsferð. Kaffihús og leikvöllur á staðnum og ótrúlega gaman að labba um eyjuna á góðum degi.

 

Innandyra

Búa til heimagerðan leir – uppskrift er að finna hérna
Mála eða lita
Baka
Gera hús úr stólum og teppum.
Perla
Föndra
Elda saman
Spila

Svo að lokum er smá “sumarfrísráð” frá Ynjum, en það gæti flýtt fyrir fjölskyldunni að drífa sig út á daginn ef það er alltaf tilbúin ,,sumarfrístöska”, hún er í raun eins og skiptitaska. En í henni er gott að geyma aukasett af fötum á barnaskarann, sólarvörn, vatnsbrúsa og box með t.d. cheeriosi og rúsínum í eða annað ,,neyðarnesti” sem geymist vel, lítil útileikföng (t.d. skóflur og bíla), þvottapoka eða lítið handklæði og blautþurrkupakka. Það er svo auðvelt að skreppa út ef maður er með þetta tilbúið í tösku.

Facebook Comments