Hollt og ótrúlega gott grænkáls-snakk

Hollt og ótrúlega gott grænkáls-snakk

Ég er ein af þeim sem að á það til að narta svolítið mikið  á  kvöldin,þá sérstaklega ef ég sest niður að horfa á eitthvað í sjónvarpinu. Það gladdi mig þess vegna mikið þegar að Atli prófaði að gera grænkál-snakk handa Önnu Hrafnhildi sem var svo bara geggjað gott, ég get því samviskulaus fengið mér ”snakk” með sjónvarpinu á kvöldin. Ég fékk því leyfi frá Atla til að deila með ykkur uppskrift af þessu frábæra holla snakki.

 

100gr. Grænkál (rifið, engir stilkar með)
2 1/2 – 3 tsk. Ólivu olía
1/2 tsk. Cummin
1 tsk. Reykt paprika
1 tsk. Gróft salt
Smá pipar

 

 Þetta er svo sett inn í ofn í 10 min á 170°C , hrært aðeins í og sett svo aftur inn í c.a. 5 mín eða þangað til að það lítur vel út og er orðið stökkt.

 

Mæli með að þið prófið þetta 🙂

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.