Hlý úlpujól með ZO-ON

Hlý úlpujól með ZO-ON

Færslan er unnin í samstarfi við ZO-ON á Íslandi sem gaf úlpurnar á myndunum

***

Fyrr í vetur duttu nokkrar af okkur Ynjum í lukkupottinn og fengum að velja okkur ZO-ON úlpu fyrir veturinn.

Í þessari myndafærslu sýna fjórar af okkur sínar úlpur!
Hlý úlpa er fullkomin í jólapakkann og örugglega á óskalistanum hjá mörgum!

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

zoon-asdis2

zoon-asdis

Berjast – Þessi dömuúlpa er ofboðslega hlý, en í henni er bæði dúnn og fiður. Auk þess er hún með flísfóðruðum hliðarvösum, en ekki skemmir fyrir hvað vasarnir eru stórir og góðir. Á úlpunni er áföst stillanleg hetta með gerviskinni. Úlpan hentar einstaklega vel í íslensku vetrarveðri.

HÉR má skoða úlpuna betur!

 

Jaki – Dömuúlpa sem er ótrúlega létt og lipur, en um leið mjög hlý og fullkomin vetrarúlpa fyrir þær sem vilja fyrirferðarminni úlpu. Úlpan er úr 100% næloni, með einangrun í ermum og bak- & framstykki. Hægt er að taka hettuna af, en hún er með áföstu gerviskinni. HÉR er hægt að skoða litaúrvalið á úlpunni og nálgast ítarlegri upplýsingar.

img_0421 img_0425 img_0479

Mjöll – Síð og góð dömuúlpa sem er með áfastri hettu. Úlpan er létt og þægileg, en hún skartar gerviskinni sem hægt er að taka af. Innan í úlpunni er flísfóður sem auðvelt er að renna úr þegar hlýna fer í veðri. Hliðarvasarnir á úlpunni eru flísfóðraðir og veita þannig meiri hlýju. Úlpan er úr bómul og nyloni. Hægt er að skoða úlpuna nánar HÉR. 

logo

 

Facebook Comments