hin árlega myndataka

hin árlega myndataka

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt

***

 

Það er orðið fastur liður að fara með soninn í myndatöku á þessum árstíma, ekkert endilega jólamyndatöku (enda er ég léleg með eindæmum að senda kort) heldur man ég frekar að panta tíma þegar ég sé aðra pósta fallegum myndum úr sambærilegum myndatökum.

Við hérna fyrir norðan erum svo ljónheppin að hafa hana Halldóru Kristínu ljósmyndara á svæðinu og í öll fimm, já FIMM skiptin sem ég hef farið með Ríkharð Val í myndatöku hefur það verið hjá henni.
Ég kaupi örmyndatöku sem er 15mínútur og það fylgja nokkrar unnar myndir með sem maður fær til eignar á stafrænu formi.

Í þetta sinn valdi ég stúdíómyndatöku en hingað til hef ég frekar valið að vera úti en mér fannst vera kominn tími á nokkrar uppstilltar!
(mæli með útitöku fyrir ung börn og aktív börn, Halldóra nær ótrúlegum skotum af börnum þegar þau gleyma sér í leik og þurfa ekki að sitja kyrr inni í stúdíói).

Hér koma nokkrar myndir út tökunni!

Ég er svo glöð með þesssar dásamlegu myndir og HÉR má sjá útkomuna úr myndatökunni í fyrra.

Halldóra Kristín er bæði á Facebook og Instagram fyrir áhugasama.

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.