Himnesk jólasulta

Himnesk jólasulta

Þessi jólasulta er svo sannarlega jól í krukku! Ilmurinn af henni á meðan hún mallar í pottinum er eins og jólin og bragðið er alls ekki síðra. Tilvalin á jólaostabakkann, í matarkörfuna eða á pönnukökurnar og vöfflurnar.

 

1 bolli vatn
1 bolli sykur

1-2 kanilstangir

1 tsk. negull

1,5 tsk. appelsínubörkur, rifinn

1,5 tsk. engifer, smátt saxaður

1 ferskt chili án kjarna, smátt saxað

1 poki trönuber

 

Allt hráefnið nema trönuberin sett í pott og látið malla við vægan hita þar til sykurinn hefur leyst upp. Setjið trönuberin út í og látið suðuna koma upp. Lækkið svo hittann og látið malla í 8-10 mínútur. Takið kanilstöngina upp úr og kælið. Ég vildi ekki hafa mikið af kekkjum í minni sultu svo ég maukaði hana örlítið með töfrasprota. Mikilvægt er að hella sjóðandi vatni í glerkrukkur áður en sultan er sett í og sultan látin kólna alveg áður en krukkunum er lokað. Úr einni uppskrift fást ca. 400 ml af sultu sem passar mjög vel í 3 litlar glerkrukkur úr Ikea.

 

 

 

Gleðilega hátíð!

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.